Lífið

Magnaður flutningur Beyoncé á VMA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnaður listamaður.
Magnaður listamaður.
Tónlistarkonan Beyoncé kom, sá og sigraði á VMA-hátíðinni í New York í gærkvöldi en VMA er tónlistarmyndahátíð sjónvarpsstöðvarinnar MTV.

Beyoncé hirti átta verðlaun í gærkvöld og hefur þar með unnið samtals 21 VMA-verðlaun, einu fleiri en tónlistarkonan Madonna sem hefur unnið tuttugu stykki.

Beyoncé vann verðlaunin fyrir besta myndband ársins við lag sitt Formation af nýjustu plötu drottningarinnar, Lemonade. Lemonade var valin besta sjónræna platan og lagið Hold up var valið besta myndband tónlistarkonu.

Tónlistarkonan tók einskonar lagasyrpu er Lemonade verkinu sem sló rækilega í gegn. Það er svo sannarlega hægt að segja að um sé að ræða einhvern eftirminnilegast flutning í sögu verðlaunanna. Hér má horfa á Beyoncé fara á kostum í New York í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×