Karitas hitti Boga í kvöld: „Hún var með stjörnur í augunum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. ágúst 2016 20:28 Karitas og Bogi saman í settinu á RÚV í kvöld. mynd/þórður Karitas Lóa Þórðardóttir, sex ára stúlka sem er mikill aðdáandi Boga Ágústssonar fréttaþular á RÚV, fékk loksins að hitta átrúnaðargoðið sitt í kvöld þegar Bogi bauð henni og foreldrum hennar að koma og fylgjast með fréttaútsendingu á meðan hann las kvöldfréttir í sjónvarpinu. Sex ára afmælisveisla Karitasar Lóu fyrr í mánuðinum vakti mikla athygli, og var meðal annars greint frá henni hér á Vísi, en í veislunni var Boga-þema með sérstakri Boga-afmælisköku. Í kjölfarið á veislunni bauð Bogi Karitas að koma í heimsókn upp á RÚV. „Þetta var bara frábært. Bogi er ótrúlega almennilegur og góður. Hann fór með Karitas í svaka sýningarferð um húsið, sýndi okkur fréttastofuna þar sem fréttirnar eru skrifaðar, fór með okkur niður í settið og í búningadeildina og svo fengum við að fylgjast með öllu ferlinu fyrir útsendingu, þegar hann var sminkaður og var að lesa yfir fréttir kvöldsins. Í lokin sátum við síðan í gegnum allan fréttatímann og fengum að fylgjast með honum í beinni,“ segir Þórður Hermannsson faðir Karitas í samtali við Vísi.Hitta Boga sinn pic.twitter.com/Xjp77uLC2e— Donna Inc. (@naglalakk) August 26, 2016 Hann segir að Karitas hafi fundist þetta mjög spennandi og áhugavert. „Maður sá það alveg á henni og hún var með stjörnur í augunum.“ Í samtali við Vísi eftir afmæli hennar sagði Þórður að Karitas væri ófeimin en hún yrði kannski dálítið feimin ef og þegar hún myndi hitta Boga. Blaðamanni leikur því forvitni á að vita hvernig þetta hafi verið í kvöld. „Þetta var svo rosalega mikil spenna að hún var róleg, kannski svolítið smeyk í fyrstu en svo var hún mjög „social“ og hún og Bogi spjölluðu saman,“ segir Þórður. „Ég held að hún vilji bara núna verða fréttakona. Það voru RÚV-plaköt þarna á veggjum með Boga og öðrum fréttamönnum og hún skildi ekki alveg af hverju hún mátti ekki fá eitt plakat með sér heim til að hengja upp í herberginu sínu.“ Þórður segir að þetta hafi alveg gert vikuna fyrir dóttur hans og hún og foreldrarnir séu himinlifandi með þessa skemmtilegu heimsókn. Tengdar fréttir Sex ára gömul stúlka einn helsti aðdáandi Boga: Sniðugur og mögulega skemmtilegur leikfélagi Það var líf og fjör í sex ára afmæli Karitas Lóu Þórðardóttur um helgina enda var þema veislunnar ekki af verri endanum; sjálfur Bogi Ágústsson fréttaþulur RÚV. 14. ágúst 2016 12:22 Mest lesið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Tíska og hönnun Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Menning Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sjá meira
Karitas Lóa Þórðardóttir, sex ára stúlka sem er mikill aðdáandi Boga Ágústssonar fréttaþular á RÚV, fékk loksins að hitta átrúnaðargoðið sitt í kvöld þegar Bogi bauð henni og foreldrum hennar að koma og fylgjast með fréttaútsendingu á meðan hann las kvöldfréttir í sjónvarpinu. Sex ára afmælisveisla Karitasar Lóu fyrr í mánuðinum vakti mikla athygli, og var meðal annars greint frá henni hér á Vísi, en í veislunni var Boga-þema með sérstakri Boga-afmælisköku. Í kjölfarið á veislunni bauð Bogi Karitas að koma í heimsókn upp á RÚV. „Þetta var bara frábært. Bogi er ótrúlega almennilegur og góður. Hann fór með Karitas í svaka sýningarferð um húsið, sýndi okkur fréttastofuna þar sem fréttirnar eru skrifaðar, fór með okkur niður í settið og í búningadeildina og svo fengum við að fylgjast með öllu ferlinu fyrir útsendingu, þegar hann var sminkaður og var að lesa yfir fréttir kvöldsins. Í lokin sátum við síðan í gegnum allan fréttatímann og fengum að fylgjast með honum í beinni,“ segir Þórður Hermannsson faðir Karitas í samtali við Vísi.Hitta Boga sinn pic.twitter.com/Xjp77uLC2e— Donna Inc. (@naglalakk) August 26, 2016 Hann segir að Karitas hafi fundist þetta mjög spennandi og áhugavert. „Maður sá það alveg á henni og hún var með stjörnur í augunum.“ Í samtali við Vísi eftir afmæli hennar sagði Þórður að Karitas væri ófeimin en hún yrði kannski dálítið feimin ef og þegar hún myndi hitta Boga. Blaðamanni leikur því forvitni á að vita hvernig þetta hafi verið í kvöld. „Þetta var svo rosalega mikil spenna að hún var róleg, kannski svolítið smeyk í fyrstu en svo var hún mjög „social“ og hún og Bogi spjölluðu saman,“ segir Þórður. „Ég held að hún vilji bara núna verða fréttakona. Það voru RÚV-plaköt þarna á veggjum með Boga og öðrum fréttamönnum og hún skildi ekki alveg af hverju hún mátti ekki fá eitt plakat með sér heim til að hengja upp í herberginu sínu.“ Þórður segir að þetta hafi alveg gert vikuna fyrir dóttur hans og hún og foreldrarnir séu himinlifandi með þessa skemmtilegu heimsókn.
Tengdar fréttir Sex ára gömul stúlka einn helsti aðdáandi Boga: Sniðugur og mögulega skemmtilegur leikfélagi Það var líf og fjör í sex ára afmæli Karitas Lóu Þórðardóttur um helgina enda var þema veislunnar ekki af verri endanum; sjálfur Bogi Ágústsson fréttaþulur RÚV. 14. ágúst 2016 12:22 Mest lesið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Tíska og hönnun Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Menning Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sjá meira
Sex ára gömul stúlka einn helsti aðdáandi Boga: Sniðugur og mögulega skemmtilegur leikfélagi Það var líf og fjör í sex ára afmæli Karitas Lóu Þórðardóttur um helgina enda var þema veislunnar ekki af verri endanum; sjálfur Bogi Ágústsson fréttaþulur RÚV. 14. ágúst 2016 12:22