„Frekar óaðlaðandi að setjast á setu sem er öll ötuð hlandi“ Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. ágúst 2016 13:42 Margrét Sigfúsdóttir er ekki hrifin af ókynjuðum klósettum. vísir/getty/gva/garðar „Við vorum bara að tala um þetta á kaffistofunni rétt áður en þú hringdir og við vorum sammála Vigdísi,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, í samtali við Vísi. Umræðuefnið er salernisskálamálið sem verið hefur til umfjöllunar undanfarna daga. Í fyrradag var sagt frá því á Vísi að kynjaskipting á salernum Verzlunarskóla Íslands hefði verið afnumin og í stað karla- og kvennaklósetta væru því aðeins klósett. Í gær hneykslaðist Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, á breytingunum og fann til með stelpum skólans að setjast á útpissuð klósett.Sjá einnig:Karlmenn sem nota kvennaklósett: „Mér er gjörsamlega misboðið“ „Staðreyndin er sú að margir strákar lyfta ekki upp setunni og aðkoman getur verið eins og einhver hafi sprautað allt salernið út með garðslöngu. Það er ekki huggulegt og frekar óaðlaðandi að setjast á setu sem er öll ötuð hlandi,“ segir Margrét. Margrét gerði víðreist um landið í sumar og þurfti, eðli málsins samkvæmt, að koma við á hinum ýmsu salernum. Flest voru þau ókynjuð. „Það var nánast alveg sama hvert maður kom alltaf þurfti maður að byrja á því að þurrka af setunni. Á mörgum stöðum var aðkoman allverulega ógeðsleg.“Strákar! Hvort pissið þið oftar sitjandi eða standandi?— Sóli Hólm (@SoliHolm) August 25, 2016 Aðrir málsmetandi aðilar, sem Vísir heyrði ofan í, segja hins vegar að slíkt ófremdarástand sé ekki aðeins bundið við karlaklósett. Dæmi séu um að konum finnist ekki fýsilegt að setjast á setuna og kjósi því að beygja sig aðeins hálfa leið niður áður en þær láta til skarar skríða. Það geti haft óþrifnað í för með sér. Í kjölfar fréttaflutnings af málinu hefur farið fram umræða á samfélagsmiðlum hvort ekki mætti leysa hinn meinta vanda ókynjuðu klósettanna með því að karlar pissi sitjandi. Niðurstöður óformlegrar og óvísindalegrar könnunar útvarpsmannsins Sóla Hólm benda til þess að um helmingur karla pissi standandi en þriðjungur sitjandi. Hins vegar er ljóst að valmöguleikar athugunarinnar, um að pissa í buxurnar og að brúka þvaglegg, skekkja niðurstöðurnar eitthvað. Sjálfur segir Sóli að hann hafi aldrei pissað standandi í núverandi híbýlum sínum en hann geri það á almenningssalernum og bensínstöðvum. Tímabundni forsetaframbjóðandinn og rithöfundurinn, Þorgrímur Þráinsson, hefur áður stigið fram og hvatt karlmenn til að pissa sitjandi. Í sama streng tekur Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Nútímans. Sniðugmennið Haukur Viðar Alfreðsson, hjá Brandenburg, segist á móti pissa standandi. „Ef ég sest þá heldur rassgatið á mér að það eigi að kúka.“ Margrét telur að lausnin felist ekki í að karlar pissi sitjandi. „Þetta er eitt af þessum málum sem óþarft er að breyta. Þetta hefur gengið ágætlega eins og það er og breytingarnar skapa í raun fleiri vandamál en þær leysa,“ segir Margrét að lokum. Tengdar fréttir Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Nýstofnað feministafélag Hagaskóla segir það vera jafn sjálfsagt og að bjóða upp á sápu og klósettpappír. 13. mars 2016 09:00 Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Gagnrýni Fleiri fréttir Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Sjá meira
„Við vorum bara að tala um þetta á kaffistofunni rétt áður en þú hringdir og við vorum sammála Vigdísi,“ segir Margrét Sigfúsdóttir, skólastjóri Hússtjórnarskólans í Reykjavík, í samtali við Vísi. Umræðuefnið er salernisskálamálið sem verið hefur til umfjöllunar undanfarna daga. Í fyrradag var sagt frá því á Vísi að kynjaskipting á salernum Verzlunarskóla Íslands hefði verið afnumin og í stað karla- og kvennaklósetta væru því aðeins klósett. Í gær hneykslaðist Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður fjárlaganefndar, á breytingunum og fann til með stelpum skólans að setjast á útpissuð klósett.Sjá einnig:Karlmenn sem nota kvennaklósett: „Mér er gjörsamlega misboðið“ „Staðreyndin er sú að margir strákar lyfta ekki upp setunni og aðkoman getur verið eins og einhver hafi sprautað allt salernið út með garðslöngu. Það er ekki huggulegt og frekar óaðlaðandi að setjast á setu sem er öll ötuð hlandi,“ segir Margrét. Margrét gerði víðreist um landið í sumar og þurfti, eðli málsins samkvæmt, að koma við á hinum ýmsu salernum. Flest voru þau ókynjuð. „Það var nánast alveg sama hvert maður kom alltaf þurfti maður að byrja á því að þurrka af setunni. Á mörgum stöðum var aðkoman allverulega ógeðsleg.“Strákar! Hvort pissið þið oftar sitjandi eða standandi?— Sóli Hólm (@SoliHolm) August 25, 2016 Aðrir málsmetandi aðilar, sem Vísir heyrði ofan í, segja hins vegar að slíkt ófremdarástand sé ekki aðeins bundið við karlaklósett. Dæmi séu um að konum finnist ekki fýsilegt að setjast á setuna og kjósi því að beygja sig aðeins hálfa leið niður áður en þær láta til skarar skríða. Það geti haft óþrifnað í för með sér. Í kjölfar fréttaflutnings af málinu hefur farið fram umræða á samfélagsmiðlum hvort ekki mætti leysa hinn meinta vanda ókynjuðu klósettanna með því að karlar pissi sitjandi. Niðurstöður óformlegrar og óvísindalegrar könnunar útvarpsmannsins Sóla Hólm benda til þess að um helmingur karla pissi standandi en þriðjungur sitjandi. Hins vegar er ljóst að valmöguleikar athugunarinnar, um að pissa í buxurnar og að brúka þvaglegg, skekkja niðurstöðurnar eitthvað. Sjálfur segir Sóli að hann hafi aldrei pissað standandi í núverandi híbýlum sínum en hann geri það á almenningssalernum og bensínstöðvum. Tímabundni forsetaframbjóðandinn og rithöfundurinn, Þorgrímur Þráinsson, hefur áður stigið fram og hvatt karlmenn til að pissa sitjandi. Í sama streng tekur Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Nútímans. Sniðugmennið Haukur Viðar Alfreðsson, hjá Brandenburg, segist á móti pissa standandi. „Ef ég sest þá heldur rassgatið á mér að það eigi að kúka.“ Margrét telur að lausnin felist ekki í að karlar pissi sitjandi. „Þetta er eitt af þessum málum sem óþarft er að breyta. Þetta hefur gengið ágætlega eins og það er og breytingarnar skapa í raun fleiri vandamál en þær leysa,“ segir Margrét að lokum.
Tengdar fréttir Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Nýstofnað feministafélag Hagaskóla segir það vera jafn sjálfsagt og að bjóða upp á sápu og klósettpappír. 13. mars 2016 09:00 Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15 Mest lesið Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Lífið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Lífið Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Gagnrýni Fleiri fréttir Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Sjá meira
Vilja að borgin skaffi túrtappa og dömubindi á öll kvennaklósett Nýstofnað feministafélag Hagaskóla segir það vera jafn sjálfsagt og að bjóða upp á sápu og klósettpappír. 13. mars 2016 09:00
Vigdís hneyksluð á kynjalausum klósettum í Verzló „Aumingja stelpurnar að fara á útpissuð klósett,“ segir Vigdís Hauksdóttir. 25. ágúst 2016 14:15