Hernaðarlega mikilvægur bær úr höndum ISIS Jóhann Óli Eiðsson skrifar 24. ágúst 2016 23:30 Frá atlögunni í dag. vísir/epa Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. Sagt er frá meðal annars á BBC og Al Jazeera sem og fleiri miðlum. Jarablus er sýrlenskur smábær skammt sunnan við landamæri Tyrklands en hernaðarlegt mikilvægi hans er mikið sökum staðsetningar hans. Atlagan að bænum hófst í dögun þegar tyrkneskar herþotur og skriðdrekar, auk sérsveitarmanna, fóru yfir landamærin til Sýrlands. Í yfirlýsingu frá tyrkneska hernum segir að vígamenn ISIS hafi flúið bæinn skömmu síðar. Ljóst er að markmið Tyrkja var ekki aðeins að hrekja íslamska ríkið á brott heldur einnig að tryggja það að sýrlenskir Kúrdar myndu ekki ná tangarhaldi á bænum. Kúrdar hafa á undanförnum dögum og vikum náð talsverðu landsvæði á sitt vald og óttast Tyrkir að sjálfstæðisbarátta Kúrda, innan landamæra Tyrklands, muni eflast við það. „Við höfum frelsað Jarablus að fullu,“ segir Ahmed Ottoman, yfirmaður úr röðum uppreisnarmanna, í samtali við Al Jazeera. „Við réðumst til atlögu snemma morguns og tókum fjölda smáþorpa í nágrenni bæjarins. Eftir nokkrar klukkustundir höfðum við umkringt bæinn og ISIS-liðar sáu þann kost vænstan að flýja til al-Bab [bæjar sem enn er á valdi samtakanna].“ Jarablus hafði verið á valdi ISIS í meira en tvö ár en eftir að hafa misst hann standa samtökin aðeins eftir með al-Bab. Fyrr á árinu féllu Kobane og Manbij í hendur Kúrda eftir langa bardaga. Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Recep Tayyip Erdogan: Hinn vægðarlausi forseti Tyrklands Erdogan hefur á undanförnum árum gjörbylt stjórnkerfi landsins og ekki síðan í stjórnartíð Atatürk hefur einn maður verið eins ráðandi í tyrkneskum stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu. 19. ágúst 2016 09:00 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Sýrlenskir uppreisnarmenn, dyggilega studdir af tyrkneska hernum og þeim bandaríska úr lofti, hafa náð bænum Jarablus úr klóm ISIS. Sagt er frá meðal annars á BBC og Al Jazeera sem og fleiri miðlum. Jarablus er sýrlenskur smábær skammt sunnan við landamæri Tyrklands en hernaðarlegt mikilvægi hans er mikið sökum staðsetningar hans. Atlagan að bænum hófst í dögun þegar tyrkneskar herþotur og skriðdrekar, auk sérsveitarmanna, fóru yfir landamærin til Sýrlands. Í yfirlýsingu frá tyrkneska hernum segir að vígamenn ISIS hafi flúið bæinn skömmu síðar. Ljóst er að markmið Tyrkja var ekki aðeins að hrekja íslamska ríkið á brott heldur einnig að tryggja það að sýrlenskir Kúrdar myndu ekki ná tangarhaldi á bænum. Kúrdar hafa á undanförnum dögum og vikum náð talsverðu landsvæði á sitt vald og óttast Tyrkir að sjálfstæðisbarátta Kúrda, innan landamæra Tyrklands, muni eflast við það. „Við höfum frelsað Jarablus að fullu,“ segir Ahmed Ottoman, yfirmaður úr röðum uppreisnarmanna, í samtali við Al Jazeera. „Við réðumst til atlögu snemma morguns og tókum fjölda smáþorpa í nágrenni bæjarins. Eftir nokkrar klukkustundir höfðum við umkringt bæinn og ISIS-liðar sáu þann kost vænstan að flýja til al-Bab [bæjar sem enn er á valdi samtakanna].“ Jarablus hafði verið á valdi ISIS í meira en tvö ár en eftir að hafa misst hann standa samtökin aðeins eftir með al-Bab. Fyrr á árinu féllu Kobane og Manbij í hendur Kúrda eftir langa bardaga.
Tengdar fréttir Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45 Recep Tayyip Erdogan: Hinn vægðarlausi forseti Tyrklands Erdogan hefur á undanförnum árum gjörbylt stjórnkerfi landsins og ekki síðan í stjórnartíð Atatürk hefur einn maður verið eins ráðandi í tyrkneskum stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu. 19. ágúst 2016 09:00 Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Sjá meira
Tyrkir ráðast gegn ISIS og Kúrdum í Sýrlandi Stórskotaárásir Tyrkja eru sagðar undirbúningur fyrir sókn uppreisnarhópa við landamæri Sýrlands og Tyrklands. 23. ágúst 2016 07:45
Recep Tayyip Erdogan: Hinn vægðarlausi forseti Tyrklands Erdogan hefur á undanförnum árum gjörbylt stjórnkerfi landsins og ekki síðan í stjórnartíð Atatürk hefur einn maður verið eins ráðandi í tyrkneskum stjórnmálum og þjóðfélagsumræðu. 19. ágúst 2016 09:00
Tyrkir senda skriðdreka til Sýrlands Yfirvöld í Tyrklandi hafa heitið því að hreinsa landamæri sín af vígamönnum ISIS og „öðrum hryðjuverkamönnum“. 24. ágúst 2016 08:41