Handbolti

Aron gaf bróður sínum leyfi til að nota víkingaklappið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Víkingaklappið hefur gjörsamlega tröllriðið öllu síðan íslenska knattspyrnulandsliðið notaði það á EM. Nú er það komið líka í handboltann.

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði knattspyrnulandsliðsins, stýrði víkingaklappinu á EM og hann hefur nú gefið þýska handboltaliðinu Bergischer leyfi til þess að nota klappið.

Bróðir Arons, Arnór Þór Gunnarsson, spilar með Bergischer sem og Björgvin Páll Gústavsson.

Aron Einar fór þá fram á að þetta yrði gert rétt enda hefur fólk verið að klúðra þessu út um allan heim.

Það var því skellt í æfingu þar sem Björgvin Páll sá um trommuna og Arnór Þór stýrði klappinu. Stuðningsmenn Bergischer eru því útskrifaðir úr íslenska víkingaklappsskólanum.

Sjá má innslagið hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×