Lýsa þungum áhyggjum vegna stöðvunar línulagnar til Bakka Kristján Már Unnarsson skrifar 23. ágúst 2016 19:00 Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. Sveitarfélagið Norðurþing lýsti síðdegis yfir þungum áhyggjum vegna málsins. Sú ótrúlega staða er komin upp, tveimur árum eftir að framkvæmdir hófust, að mögulegt er að bæði Þeistareykjavirkjun og kísilverinu á Bakka seinki um einhver ár og taki hugsanlega aldrei til starfa. Ástæðan virðist einkum vera ný náttúruverndarlög frá Alþingi, sem skerpa á verndun hrauna á Íslandi. Á Þeistareykjum er stöðvarhúsið þegar risið og byrjað að koma fyrir véla- og rafbúnaði enda stóð til að hefja raforkuframleiðslu haustið 2017, eftir rúmt ár. Á sama tíma er þýska félagið PCC að reisa kísilver á Bakka við Húsavík. Nú þegar framkvæmdir eru í hámarki fellir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þann úrskurð að framkvæmdir við háspennulínur skuli stöðvaðar nú þegar.Stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar á að verða tilbúið í nóvember á þessu ári.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þetta eru tvær háspennulínur sem átti að leggja í sumar til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við orkuverin á Þeistareykjum og í Kröflu. „Stöðvun eins og þessi hefur mikil áhrif á framkvæmdirnar og mögulega stöndum við frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar okkar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar," segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, í yfirlýsingu. Hann bætir við að það sé umhugsunarefni að svona staða skuli geta komið upp svo seint í ferlinu, þegar framkvæmdirnar hafa farið í gegnum alla lögbundna ferla er snúa að umhverfismati og skipulagi. Það sem gerðist hins vegar í millitíðinni er að Alþingi samþykkti ný náttúruverndarlög sem tóku gildi 15. nóvember í fyrra. Það virðist skipta máli að á þeim tímapunkti höfðu sveitarfélögin í Þingeyjarsýslum ekki lokið öllum leyfisveitingum fyrir háspennulínum. Í lögunum er nýtt ákvæði sem skerpir á verndun hrauna sem runnið hafa eftir ísöld en þar segir að jarðminjar njóti sérstakrar verndar, þar á meðal eldhraun, sem myndast hafa eftir að jökull hvarf af landinu á síðjökultíma. Segir í ákvæðinu að forðast beri að raska jarðminjum nema brýna nauðsyn beri til. Úrskurðarnefndin vísar meðal annars til þessa lagaákvæðis þegar hún rökstyður það hversvegna hún hefur nú stöðvað línulögnina með bráðabirgðaúrskurði, hún segist þurfa tíma til að meta það hvernig eigi að túlka nýju lögin. Menn spyrja hvort niðurstaðan geti orðið sú túlkun að kísilver á Húsavík teljist einfaldlega ekki nægilega brýn nauðsyn til að réttlæta röskun á hraunum, og það er væntanlega ekki skárra að rista þau upp með plógi til að koma fyrir jarðstreng.Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Landvernd sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem segir að nýtt umhverfismat sé grundvallarkrafa. Skoða þurfi bæði jarðstrengi og loftlínur og valkosti sem sneiða hjá verðmætum hraunum eins og Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjahrauni. Oddvitar allra flokka í sveitarstjórn Norðurþings sendu síðdegis frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar er lýst þungum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem upp er komin varðandi framkvæmdir við Þeistareykjalínu. Mjög miklir samfélagslegir og fjárhagslegir hagsmunir séu undir í því að niðurstaða fáist í málið á allra næstu dögum. Öll hönnun svæðisins og uppbygging innviða hafi miðað að því að á næstu árum byggist þar upp iðnaðarsvæði með nokkrum fyrirtækjum sem nýta muni orku og línumannvirki svæðisins. Frá upphafi hafi verið litið á fyrri áfanga kísilvers PCC BakkiSilicon sem einungis fyrsta áfanga í þeirri uppbyggingu, segja oddvitarnir. Nú tekur við óvissutími. Afar ólíklegt verður að telja að niðurstaða fáist á næstu dögum því úrskurðarnefndin segist þurfa tíma til skoða áhrif nýju laganna en segir stefnt að niðurstöðu fyrir áramót. Sú töf gæti engu að síður reynst dýr fyrir verkefnið því menn ætluðu sér að klára línulögnina áður en vetur gengi í garð. Nú blasir við að þær framkvæmdir fara varla af stað fyrr en næsta vor. Úrskurðarnefndin gæti komist að þeirri niðurstöðu að það þyrfti nýtt umhverfismat og nýjar línuleiðir. Það gæti þýtt enn meiri töf með tilheyrandi kæruferlum. Þá vaknar sú spurning hvort þýska fyrirtækið teldi sig ekki þurfa skaðabætur ef Landsnet stendur ekki við sínar skuldbindingar um flutning orkunnar. Tugmilljarða verkefni er einfaldlega í algeru uppnámi og óvissu. Þá má spyrja hvaða áhrif ný lagaákvæði, sem styrkja vernd hrauna, hafi á aðrar framkvæmdir. Ætla má að hér eftir verði erfiðara að leggja nýja vegi um hraun, byggja sumarbústaði í hraunum og mannvirki eins Hvassahraunsflugvöll. Frá Húsavík. Þar ríkir nú óvissa um framhald framkvæmda.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat Landvernd ítrekar fyrri afstöðu sína um að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. 23. ágúst 2016 12:28 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Áttatíu milljarða króna framkvæmdir í Þingeyjarsýslum eru í uppnámi eftir að Landsneti var með bráðabirgðaúrskurði gert að hætta framkvæmdum við háspennulínur að kröfu Landverndar. Sveitarfélagið Norðurþing lýsti síðdegis yfir þungum áhyggjum vegna málsins. Sú ótrúlega staða er komin upp, tveimur árum eftir að framkvæmdir hófust, að mögulegt er að bæði Þeistareykjavirkjun og kísilverinu á Bakka seinki um einhver ár og taki hugsanlega aldrei til starfa. Ástæðan virðist einkum vera ný náttúruverndarlög frá Alþingi, sem skerpa á verndun hrauna á Íslandi. Á Þeistareykjum er stöðvarhúsið þegar risið og byrjað að koma fyrir véla- og rafbúnaði enda stóð til að hefja raforkuframleiðslu haustið 2017, eftir rúmt ár. Á sama tíma er þýska félagið PCC að reisa kísilver á Bakka við Húsavík. Nú þegar framkvæmdir eru í hámarki fellir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála þann úrskurð að framkvæmdir við háspennulínur skuli stöðvaðar nú þegar.Stöðvarhús Þeistareykjavirkjunar á að verða tilbúið í nóvember á þessu ári.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Þetta eru tvær háspennulínur sem átti að leggja í sumar til að tengja iðnaðarsvæðið á Bakka við orkuverin á Þeistareykjum og í Kröflu. „Stöðvun eins og þessi hefur mikil áhrif á framkvæmdirnar og mögulega stöndum við frammi fyrir því að geta ekki staðið við skuldbindingar okkar vegna Bakka og Þeistareykjavirkjunar," segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, í yfirlýsingu. Hann bætir við að það sé umhugsunarefni að svona staða skuli geta komið upp svo seint í ferlinu, þegar framkvæmdirnar hafa farið í gegnum alla lögbundna ferla er snúa að umhverfismati og skipulagi. Það sem gerðist hins vegar í millitíðinni er að Alþingi samþykkti ný náttúruverndarlög sem tóku gildi 15. nóvember í fyrra. Það virðist skipta máli að á þeim tímapunkti höfðu sveitarfélögin í Þingeyjarsýslum ekki lokið öllum leyfisveitingum fyrir háspennulínum. Í lögunum er nýtt ákvæði sem skerpir á verndun hrauna sem runnið hafa eftir ísöld en þar segir að jarðminjar njóti sérstakrar verndar, þar á meðal eldhraun, sem myndast hafa eftir að jökull hvarf af landinu á síðjökultíma. Segir í ákvæðinu að forðast beri að raska jarðminjum nema brýna nauðsyn beri til. Úrskurðarnefndin vísar meðal annars til þessa lagaákvæðis þegar hún rökstyður það hversvegna hún hefur nú stöðvað línulögnina með bráðabirgðaúrskurði, hún segist þurfa tíma til að meta það hvernig eigi að túlka nýju lögin. Menn spyrja hvort niðurstaðan geti orðið sú túlkun að kísilver á Húsavík teljist einfaldlega ekki nægilega brýn nauðsyn til að réttlæta röskun á hraunum, og það er væntanlega ekki skárra að rista þau upp með plógi til að koma fyrir jarðstreng.Frá framkvæmdunum á Bakka. Til vinstri rís stálgrind hráefnisgeymslu. Til hægri má sjá grunn ofnhúss kísilversins.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Landvernd sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem segir að nýtt umhverfismat sé grundvallarkrafa. Skoða þurfi bæði jarðstrengi og loftlínur og valkosti sem sneiða hjá verðmætum hraunum eins og Leirhnjúkshrauni og Þeistareykjahrauni. Oddvitar allra flokka í sveitarstjórn Norðurþings sendu síðdegis frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar er lýst þungum áhyggjum yfir þeirri stöðu sem upp er komin varðandi framkvæmdir við Þeistareykjalínu. Mjög miklir samfélagslegir og fjárhagslegir hagsmunir séu undir í því að niðurstaða fáist í málið á allra næstu dögum. Öll hönnun svæðisins og uppbygging innviða hafi miðað að því að á næstu árum byggist þar upp iðnaðarsvæði með nokkrum fyrirtækjum sem nýta muni orku og línumannvirki svæðisins. Frá upphafi hafi verið litið á fyrri áfanga kísilvers PCC BakkiSilicon sem einungis fyrsta áfanga í þeirri uppbyggingu, segja oddvitarnir. Nú tekur við óvissutími. Afar ólíklegt verður að telja að niðurstaða fáist á næstu dögum því úrskurðarnefndin segist þurfa tíma til skoða áhrif nýju laganna en segir stefnt að niðurstöðu fyrir áramót. Sú töf gæti engu að síður reynst dýr fyrir verkefnið því menn ætluðu sér að klára línulögnina áður en vetur gengi í garð. Nú blasir við að þær framkvæmdir fara varla af stað fyrr en næsta vor. Úrskurðarnefndin gæti komist að þeirri niðurstöðu að það þyrfti nýtt umhverfismat og nýjar línuleiðir. Það gæti þýtt enn meiri töf með tilheyrandi kæruferlum. Þá vaknar sú spurning hvort þýska fyrirtækið teldi sig ekki þurfa skaðabætur ef Landsnet stendur ekki við sínar skuldbindingar um flutning orkunnar. Tugmilljarða verkefni er einfaldlega í algeru uppnámi og óvissu. Þá má spyrja hvaða áhrif ný lagaákvæði, sem styrkja vernd hrauna, hafi á aðrar framkvæmdir. Ætla má að hér eftir verði erfiðara að leggja nýja vegi um hraun, byggja sumarbústaði í hraunum og mannvirki eins Hvassahraunsflugvöll. Frá Húsavík. Þar ríkir nú óvissa um framhald framkvæmda.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45 Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22 Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat Landvernd ítrekar fyrri afstöðu sína um að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. 23. ágúst 2016 12:28 Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Verksmiðjuhúsin rísa og Húsvíkingar brosa Mestu framkvæmdir í sögu Norðurlands eru komnar á fulla ferð á Húsavík. 28. júní 2016 19:45
Áætlað að íbúum Húsavíkur fjölgi um allt að 400 manns Ráðamenn Norðurþings sjá fram á að reisa þurfi 120 nýjar íbúðir á Húsavík á næstu árum. 9. júlí 2016 22:22
Landvernd fer fram á nýtt umhverfismat Landvernd ítrekar fyrri afstöðu sína um að umhverfismeta beri fleiri valkosti en loftlínu frá Kröflu að Bakka svo draga megi úr umhverfisáhrifum. 23. ágúst 2016 12:28
Framkvæmdir í rjómablíðu í hámarki á Þeistareykjum 240 manns vinna á Þeistareykjum að smíði 90 megavatta jarðvarmavirkjunar fyrir Landsvirkjun. 30. júní 2016 20:00