Enski boltinn

Terry gæti snúið aftur í landsliðið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Terry í leik með Chelsea.
John Terry í leik með Chelsea. vísir/getty
John Terry hefur ekki spilað með enska landsliðinu síðan 2012 en nýr landsliðsþjálfari, Sam Allardyce, útilokar ekki að velja hann aftur í landsliðið nú.

Allardyce tók við enska landsliðinu af Roy Hodgson sem hætti eftir að England tapaði fyrir Íslandi á EM í sumar og féll þar með úr leik í 16-liða úrslitum.

Terry var áður fyrirliði enska landsliðins en sú staða var tekin af honum í tvígang. Fyrst árið 2010 eftir að fréttir af einkalífi hans voru í sviðsljósinu og svo aftur tveimur árum síðar þegar hann var sakaður um kynþáttaníð gagnvart Anton Ferdinand, þáverandi leikmanni QPR.

Sjá einnig: Terry hættur í enska landsliðinu

Terry, sem hefur allan sinn feril spilað með Chelsea, hefur ekki spilað með landsliðinu síðan að síðara málið kom upp en hann er í dag 35 ára.

„Ég veit ekki hvaða pólitísku þýðingu það myndi hafa,“ sagði Allardyce spurður um hvort það myndi koma til greina að velja Terry aftur í landsliðið.

„Ég held að það velti á því hvað John segir. Kannski mun ég hringja í hann ef ég fæ tækifæri til þess. En þar til að það kemur að því að taka slíka ákvörðun verður það allt saman að bíða.“

Allardyce mun velja sinn fyrsta landsliðshóp á sunnudag en England mætir Slóvakíu í undankeppni HM 2018 viku síðar.


Tengdar fréttir

Terry biðst afsökunar

John Terry sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann viðurkennir að hann hafi notað óviðeigandi orðbragð í leik Chelsea og QPR á síðasta tímabili.

Terry útilokar endurkomu í landsliðið

Eftir 4-0 sigurleik Chelsea á Tottenham í gær var John Terry, fyrirliði Chelsea, enn á ný orðaður við endurkomu í enska landsliðið.

Terry fékk metsekt en verður áfram fyrirliði

Bruce Buck, stjórnarformaður Chelsea, hefur staðfest að John Terry hafi verið sektaður um metupphæð hjá félaginu en að hann verði áfram fyrirliði liðsins.

Terry hættur í enska landsliðinu

John Terry, fyrirliði Chelsea og fyrrum fyrirliði enska landsliðsins, sendi frá sér yfirlýsingu í kvöld þar sem hann tilkynnti að hann væri hættur að gefa kost á sér í enska landsliðið.

Rio talar ekki lengur við John Terry

Það hefur verið kalt á milli Rio Ferdinand og John Terry síðan Terry var sakaður um kynþáttaníð í garð bróður Rios.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×