Guðmundur Guðmundsson leggst á koddann í kvöld sem nýkrýndur Ólympíumeistari.
Lærisveinar hans í danska handboltalandsliðinu unnu frækinn tveggja marka sigur, 28-26, á Frökkum í dag og tryggðu sér þar með sitt fyrsta Ólympíugull.
Guðmundur hefur því náð í bæði gull og silfur á Ólympíuleikum en íslenska landsliðið endaði í 2. sæti á Ólympíuleikunum í Peking 2008 undir hans stjórn.
Danir fögnuðu vel og innilega eftir að lokaflautið gall enda búnir að leggja ríkjandi Ólympíu- og Evrópumeistara að velli. Danska liðið spilaði einstaklega vel í leiknum og var greinilega mjög vel undirbúið.
Anton Brink, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Future Arena í Ríó í dag og fangaði stemmninguna eins og sjá má á myndunum hér að ofan.
Svona var stemmningin þegar Danir urðu Ólympíumeistarar | Myndir

Tengdar fréttir

Fjármálaráðherra óskar Guðmundi til hamingju | Brot af því besta á Twitter
Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði Dönum til sigurs á Ólympíuleikunum í Ríó 2016, en Danmörk vann Frakkland í úrslitaleiknum fyrr í dag.

Guðmundur: Varnarleikur okkar í síðari hálfleik algjörlega stórkostlegur
Guðmundur Guðmundsson náði sögulegu afreki í kvöld þegar hann gerði danska landsliðið að Ólympíumeisturum í handbolta karla. Danir eru fyrsta Norðurlandaþjóðin til að ná Ólympíugulli en Svíum tókst aldrei að vinna gull á Ólympíuleikunum með gullaldarlið sitt.

Guðmundur fékk konunglegt faðmlag frá krónprinsinum
Friðrik, krónprins Dana, var í Framtíðarhöllinni þegar danska handboltalandsliðið tryggði sér sitt fyrsta Ólympíugull með 28-26 sigri á Frökkum í dag.

Þetta sagði Guðmundur við dönsku strákana fyrir sigurinn á Frökkum
Guðmundur Guðmundsson gerði Dani að Ólympíumeisturum í kvöld eftir sigur á Frökkum í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Ríó.