Körfubolti

Bandaríkin burstaði Serbíu og vann þriðja ÓL-gullið í röð

Bandaríkjamenn fagna.
Bandaríkjamenn fagna. vísir/getty
Bandaríkin heldur áfram sigurgöngu sinni á Ólympíuleikunum í körfubolta karla, en þeir unnu 96-66 stórsigur á Serbíu í úrslitaleiknum í Ríó í kvöld.

Serbía hélt í við Bandaríkin í fyrsta leikhlutanum, en staðan eftir hann var 19-15 Serbíu í vil. Í öðrum leikhluta fóru Bandaríkjamenn úr fyrsta gír og eftir það varð eftirleikurinn auðveldur.

Um miðjan annan leikhluta var munurinn orðinn átján sig og þegar flautan gall og gaf til kynna að það væri kominn hálfleikur var munurinn 23 stig, 52-29.

Í síðari hálfleik léku leikmenn Bandaríkjana sér og allir fengu að spila, en Serbarnir réðu ekkert við stjörnuprýtt lið heims- og Ólympíumeistarana.

Þegar þriðja leikhluta var lokið leiddu þeir 79-43 og lokatölur urðu þrjátíu stiga sigur Bandaríkjana, 96-66. Þriðja Ólympíugullið í röð og fimmtánda gullið í heild sinni á Ólympíuleikunum.

Kevin Durant gerði sér lítið fyrir og skoraði 30 stig, en allir leikmenn liðsins skoruðu í kvöld. Næstur kom DeMarcus Cousins með 13 stig og Klay Thompson skoraði 12.

Hjá Serbíu var Nemanja Nedovic stigahæstur með 14 stig, en Milan Macvan skoraði ellefu stig af þeim 66 stigum sem Serbía gerði í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×