Enski boltinn

Antonio hetja West Ham á Ólympíuleikvanginum

Michail Antonio tryggði West Ham 1-0 sigur á Bournemouth í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Sigurmarkið lét bíða eftir sér.

Fyrri hálfleikurinn var ekki skemmtilegur, en ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik. Þetta var fyrsti heimaleikur West Ham í deildinni á nýja Ólympíuleikvanginum.

Harry Arter var svo vikið af velli á 78. mínútu eftir að hann fékk sína aðra áminningu, en brotið var afar klaufalegt. Sigurmarkið kom sjö mínútum síðar.

Gökhan Töre fór þá á vinstri fótinn, gaf glæsilega fyrirgjöf sem fór yfir Artur Boruc í markinu og beint á ennið á Michail Antonio sem gat ekki annað en skorað. Lokatölur 1-0.

West Ham er því komið með sinn fysrta sigur í ensku úrvalsdeildinni þetta leiktímabilið, en þeir töpuðu fyrir Chelsea í fyrstu umferðinni. Bournemouth er án stiga eftir tvo leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×