Enski boltinn

Palace staðfestir komu Benteke

Anton Ingi Leifsson skrifar
Benteke virðist ánægður með félagsskiptin.
Benteke virðist ánægður með félagsskiptin. vísir/twittersíða Palace
Crystal Palace hefur staðfest komu sóknarmannsins Christian Benteke til liðsins en hann skrifar undir fjögurra ára samning við Palace.

Kaupverðið er talið 27 milljónir punda herma heimildir Sky Sports, en það getur farið upp í 32 milljónir punda. Hann kemur frá Liverpool.

Palace hefur aldrei borgað jafn mikið fyrir leikmann, en metið var sett í síðasta mánuði þegar Andros Townsend kom frá Newcastle fyrir þrettán milljónir punda.

„Ég er ánægður með þessu sé loks lokið og núna get ég horfið fram veginn því þetta hefur tekið langan tíma, en ég held að núna verði allt í góðu lagi,” sagði Benteke við heimasíðu Palace.

„Ég hitti stjórann nokkrum sinnum áður en ég skrifaði undir og það er ástæðan fyrir því að ég vildi koma hingað. Ég var ánægður með að heyra hans sýn á verkefninu og þess vegna er ég spenntur að koma hingað.”

Liverpool borgaði Aston Villa 32,5 milljónir punda fyrir Benteke á sínum tíma, en hann hefur skorað 51 mark í úrvalsdeildinni á fjórum keppnistímabilum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×