Lífið

Frumraun Elínar Hirst á Facebook-live: „Ég veit ekkert hvað ég er að gera“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Elín stóð sig nú bara nokkuð vel í sinni fyrstu útsendingu.
Elín stóð sig nú bara nokkuð vel í sinni fyrstu útsendingu.
Sjálfstæðiskonan og alþingismaðurinn Elín Hirst prófaði að fara í beina útsendingu á Facebook í gær. Nú geta allir notendur Facebook sýnt frá lífi sínu í beinni útsendingu og verða oft til mjög skemmtileg myndbönd.

Elín er mjög vön því að vera í beinni útsendingu en hún var lengi vel fréttakona og las fréttir bæði á Stöð 2 og RÚV í mörg ár. Facebook-live er kannski ekki alveg eins vettvangur en hún var í tvær mínútur í beinni á samfélagsmiðlinum.

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég prufa þetta og ég veit ekkert hvað ég er að gera,“ segir Elín í myndbandinu sem hún deilir á síðunni sinni.

Hún bauð síðan Sjálfstæðismanninum Haraldi Benediktssyni til sín í beina útsendingu og bað hann um að heilsa kjósendum í norðvestur kjördæmi. Þar býður Haraldur sig fram í fyrsta sæti. Elín er sjálf í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í suðvestur kjördæmi og býður hún sig fram í 2.-3. sæti.  






Fleiri fréttir

Sjá meira


×