Erlent

Braut handjárn og flúði af lögreglustöð

Samúel Karl Ólason skrifar
Alonso Perez, tókst að flýja frá lögreglunni í Las Vegas í Bandaríkjunum á nokkuð ótrúlegan máta. Hann hafði verið handtekinn fyrir morð á síðasta föstudag og var handjárnaður við borð í yfirheyrsluherbergi. Þar tókst honum að brjóta handjárnin og flýja.

Hann flúði með því að skríða upp á loftklæðningu lögreglustöðvarinnar. Svo stökk hann niður í anddyri stöðvarinnar, hljóp út og stal bíl sem var í gangi á nærliggjandi bílastæði. Hann var einnig með járn á ökklunum.

Perez, sem er 25 ára gamall, var svo handtekinn aftur á þriðjudaginn eftir fjögurra daga leit. Hann er grunaður um að hafa myrt mann fyrir utan skyndibitastað í síðasta mánuði.

Á myndbandinu hér að neðan má sjá Perez sitja sem fastast eftir að hafa brotið handjárnin, en það var vegna þess að lögregluþjónn kíkti inn í herbergið. Þegar hann sá færi á flótta nýtti hann það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×