Erlent

Mikil reiði vegna tvíburaturna-auglýsingar

Birgir Olgeirsson skrifar
Í auglýsingunni er spurt hvort til sé betri leið til að minnast fórnarlamba árásanna en með tvíburaturnasölu á dýnum.
Í auglýsingunni er spurt hvort til sé betri leið til að minnast fórnarlamba árásanna en með tvíburaturnasölu á dýnum.
Bandarísk verslun sem selur dýnur er í mikilli krísu vegna auglýsingar þar sem gantast er með hryðjuverkaárásirnar á tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001. Auglýsingin er 21 sekúndu að lengd sem endar með „angistarópum“ starfsmanna Miracle Matress í San Antonio í þann mund sem þeir falla á tvær stæður af dýnum sem á að vísa í tvíburaturnana.

„Guð minn góður,“ heyrist verslunarstjórinn Cherise Bonanno segja áður en hún bætir við: „Við munum aldrei gleyma.“ Í auglýsingunni er spurt hvort til sé betri leið til að minnast fórnarlamba árásanna en með tvíburaturnasölu á dýnum.

Verslunin fjarlægði auglýsinguna af Internetinu en markaðsfræðingurinn Jamie Barrientos hafði tekið afrit af henni og skellti því á YouTube.

Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og er Facebook-síða verslunarinnar yfirfull af neikvæðum póstum frá fólki sem hefur húðskammað fólkið á bak við þessa auglýsing og kallað eftir að fyrirtækið verði sniðgengið.

Eigandi verslunarinnar, Mike Bonanno, baðst afsökunar á Facebook í gær og sagðist hafa fyllst viðbjóð þegar hann sá auglýsinguna. Hann sagði fyrirtækið ætla að bregðast við þessa með þeim hætti að fórnarlömbum og árásarinnar og eftirlifendum þeirra yrði sýnd full virðing.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×