Erlent

Þrír látnir eftir lestarslys á Spáni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá vettvangi.
Frá vettvangi. Vísir/EPA
Minnst þrír eru látnir eftir að farþegalest fór út af sporinu í norðvesturhluta Spánar í morgun. Um sextíu farþegar voru um borð en lestarstjórinn er á meðal þeirra látnu.

Lestin var á leið frá Vigo til Portó í Portúgal þegar slysið varð en svo virðist sem að lestin hafi verið ekið á nærliggjandi brú. Sjúkralið og lögregla er að störfum á vettvangi en tala slasaðra liggur ekki fyrir.

Árið 2013 varð eitt versta lestarslys í sögu Spánar í sama héraði og slysið í morgun. Þá létust 79 og 170 særðust nærri Santiago de Compostoela þegar lestarstjóranum tókst ekki að hægja á ferð lestarinnar í tæka tíð fyrir krappa beygju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×