Erlent

Rændi banka til að komast burt frá eiginkonunni

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn er nú í haldi lögreglu.
Maðurinn er nú í haldi lögreglu. Vísir/Getty
Sjötugur maður í Kansas í Bandaríkjunum er nú í haldi lögreglu eftir að hafa rænt banka. Samkvæmt lögregluskjölum virðist sem hann hafi ekki sóst eftir peningum, heldur að komast burt frá eiginkonu sinni.

Í frétt SVT kemur fram að hjónin hafi rifist heiftarlega sem endaði með að hann stormaði út og sagðist frekar fara í fangelsi en að vera áfram heima. Ekki er ólíklegt að manninum verði nú að ósk sinni.

Maðurinn fór inn í banka í Kansas City, lagði fram miða þar sem hann sagðist vopnaður og fór fram á peninga. Hann hafði um þrjú þúsund dali upp úr krafslinu, en beið svo rólegur þar til lögregla kom á vettvang og handtók hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×