Goðsögnin tók „besta lag allra tíma“ í Hörpu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2016 11:45 Brian Wilson á sviðinu í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Vísir/Eyþór Eftir tæplega tveggja klukkustunda tónleika gekk Brian Wilson fyrstur af sviðinu eftir flutning á einhverju mesta meistaraverki poppsögunnar, Pet Sounds. Tónlistarmaðurinn 74 ára var fyrirliðinn í ellefu manna vel skipaðri hljómsveit þar sem öll helstu lög Beach Boys voru spiluð. Bekkurinn var þéttsetinn í Hörpu og hvergi til sparað. Wilson var í aðalhlutverki í frægustu lögum sveitarinnar en inni á milli hélt hann sér til hlés, spilaði á píanóið og lét Jardine-feðgana Al og Matt um sönginn. Greinilegt var hve mikla virðingu samstarfsmennirnir báru fyrir Wilson, goðsögn í lifanda lífi, sem var fyrir löngu greindur með geðklofa og geðhvarfasýki. Wilson sat við flygilinn og nýtti stundum tækifærið á milli laga til að spjalla við tónleikagesti.vísir/eyþór Rödd Brian Wilson má muna sinn fífil fegurri, eðlilega, en það var samt einstakt að heyra listamanninn sjálfan flytja slagarana sína, á fjórða tug í gærkvöldi. Pet Sounds var spiluð í réttri röð, hlið A og svo hlið B. Áður en yfir lauk stóð fólk á fætur og dansaði í takt við Good Vibrations, Barbara Ann og Surfin’ USA. Hápunktur tónleikanna var þegar Wilson flutti sitt frægast og að margra mati fallegast lag. Paul McCartney er reyndar á þeirri skoðun að lagið sé það flottast sem nokkurn tímann hefur verið samið og segist alltaf fella tár þegar hann heyri það. Lái honum hver sem vill. Brian Wilson og sveitin hans á sviðinu í gær.Vísir/Eyþór Pet Sounds fagnar fimmtíu ára afmæli sínu um þessar mundir en þetta mun vera í síðasta skipti sem Wilson ætlar að flytja plötuna í heild sinni. Wilson hefur aldrei áður komið til Íslands og sagði í ítarlegu viðtali við Birgi Örn Steinarsson á dögunum að hann færi aðallega í göngutúra þegar hann ætti frídaga. Þá helst í kringum hótelin þar sem hann dvelur hverju sinni. Hann elski að spila fyrir fólk. „Okkur finnst gaman að halda áfram því tónlist okkar gerir fólk hamingjusamt.“Að neðan má hlusta á eitt fallegasta lag allra tíma, God Only Knows.Lagalistinn frá í gærCalifornia GirlsDance, Dance, DanceI Get AroundShut Down/Little Deuce CoupeLittle HondaIn My RoomSurfer GirlDon't Worry BabyWake the WorldAdd Some Music to Your DayCalifornia Saga: CaliforniaYou're So Good to MeWild HoneyFunky PrettySail On, Sailor Wouldn't It Be NiceYou Still Believe In MeThat’s Not meDon’t Talk (Put Your Head On My Shoulder)I'm Waiting for the DayLet's Go Away for AwhileSloop John BGod Only KnowsI Know There’s an AnswerHere TodayI Just Wasn't Made for These TimesPet SoundsCaroline, No AukalögGood VibrationsHelp Me, RhondaBarbara AnnSurfin' U.S.A.Fun, Fun, Fun Tengdar fréttir „Tónlist mín gerir fólk hamingjusamt!“ Strandarstrákurinn og tónlistargoðsögnin Brian Wilson er á leiðinni til Íslands. Birgir Örn Steinarsson átti undarlegt samtal við hann í síma. 1. september 2016 05:00 Mest lesið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Tíska og hönnun Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Bíó og sjónvarp Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sjá meira
Eftir tæplega tveggja klukkustunda tónleika gekk Brian Wilson fyrstur af sviðinu eftir flutning á einhverju mesta meistaraverki poppsögunnar, Pet Sounds. Tónlistarmaðurinn 74 ára var fyrirliðinn í ellefu manna vel skipaðri hljómsveit þar sem öll helstu lög Beach Boys voru spiluð. Bekkurinn var þéttsetinn í Hörpu og hvergi til sparað. Wilson var í aðalhlutverki í frægustu lögum sveitarinnar en inni á milli hélt hann sér til hlés, spilaði á píanóið og lét Jardine-feðgana Al og Matt um sönginn. Greinilegt var hve mikla virðingu samstarfsmennirnir báru fyrir Wilson, goðsögn í lifanda lífi, sem var fyrir löngu greindur með geðklofa og geðhvarfasýki. Wilson sat við flygilinn og nýtti stundum tækifærið á milli laga til að spjalla við tónleikagesti.vísir/eyþór Rödd Brian Wilson má muna sinn fífil fegurri, eðlilega, en það var samt einstakt að heyra listamanninn sjálfan flytja slagarana sína, á fjórða tug í gærkvöldi. Pet Sounds var spiluð í réttri röð, hlið A og svo hlið B. Áður en yfir lauk stóð fólk á fætur og dansaði í takt við Good Vibrations, Barbara Ann og Surfin’ USA. Hápunktur tónleikanna var þegar Wilson flutti sitt frægast og að margra mati fallegast lag. Paul McCartney er reyndar á þeirri skoðun að lagið sé það flottast sem nokkurn tímann hefur verið samið og segist alltaf fella tár þegar hann heyri það. Lái honum hver sem vill. Brian Wilson og sveitin hans á sviðinu í gær.Vísir/Eyþór Pet Sounds fagnar fimmtíu ára afmæli sínu um þessar mundir en þetta mun vera í síðasta skipti sem Wilson ætlar að flytja plötuna í heild sinni. Wilson hefur aldrei áður komið til Íslands og sagði í ítarlegu viðtali við Birgi Örn Steinarsson á dögunum að hann færi aðallega í göngutúra þegar hann ætti frídaga. Þá helst í kringum hótelin þar sem hann dvelur hverju sinni. Hann elski að spila fyrir fólk. „Okkur finnst gaman að halda áfram því tónlist okkar gerir fólk hamingjusamt.“Að neðan má hlusta á eitt fallegasta lag allra tíma, God Only Knows.Lagalistinn frá í gærCalifornia GirlsDance, Dance, DanceI Get AroundShut Down/Little Deuce CoupeLittle HondaIn My RoomSurfer GirlDon't Worry BabyWake the WorldAdd Some Music to Your DayCalifornia Saga: CaliforniaYou're So Good to MeWild HoneyFunky PrettySail On, Sailor Wouldn't It Be NiceYou Still Believe In MeThat’s Not meDon’t Talk (Put Your Head On My Shoulder)I'm Waiting for the DayLet's Go Away for AwhileSloop John BGod Only KnowsI Know There’s an AnswerHere TodayI Just Wasn't Made for These TimesPet SoundsCaroline, No AukalögGood VibrationsHelp Me, RhondaBarbara AnnSurfin' U.S.A.Fun, Fun, Fun
Tengdar fréttir „Tónlist mín gerir fólk hamingjusamt!“ Strandarstrákurinn og tónlistargoðsögnin Brian Wilson er á leiðinni til Íslands. Birgir Örn Steinarsson átti undarlegt samtal við hann í síma. 1. september 2016 05:00 Mest lesið Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Lífið „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ Lífið Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Lífið „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Lífið Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Lífið Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Tíska og hönnun Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Lífið Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Bíó og sjónvarp Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Lífið Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Lífið Fleiri fréttir Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Óþekkjanleg sem frægasta geimvera í heimi „Baneitraður veruleiki að vera í þessari vinnu“ „Við vitum aldrei hvenær draugarnir banka uppá“ Ríða, drepa, giftast setti Ingu í ómögulega stöðu Þórdís slær á slúðursögurnar og þykir miður að fjallað sé um þær á Íslandi Sænskir áhrifavaldar hrifnir af klæðaburði íslenskra kvenna Sveppi og Karen Björg skrifa leikna þætti um Orra óstöðvandi Tilkynna óléttu tveimur mánuðum eftir brúðkaup Björgólfur Thor selur 200 fermetra glæsiíbúð við höfnina Eyddi Youtube síðu sonarins Prestur og brauðterta í tíu þúsund manna fermingarveislu FM95BLÖ Þakklátur starfsfólki Landspítalans eftir mótorhjólaslys „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sjá meira
„Tónlist mín gerir fólk hamingjusamt!“ Strandarstrákurinn og tónlistargoðsögnin Brian Wilson er á leiðinni til Íslands. Birgir Örn Steinarsson átti undarlegt samtal við hann í síma. 1. september 2016 05:00