Erlent

Stjórnvöld í Peking senda viðvörun til þingmanna Hong Kong

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hinn 23 ára Nathan Law ber nafn með rentu.
Hinn 23 ára Nathan Law ber nafn með rentu. vísir/epa
Yfirvöld í Kína hafa tilkynnt að hver sá sem talar fyrir sjálfstæði Hong Kong eigi á hættu að verða refsað. Yfirlýsingin kemur í kjölfar þess að lýðræðissinnaðir flokkar unnu sigur í kosningum í borginni. Sagt er frá af BBC.

Sjötíu fulltrúar eiga sæti í löggjafarráði Hong Kong. Eftir kosningarnar skipa lýðræðissinnaðir þingmenn helming þingsæta. Þessi fjöldi þýðir að hópurinn getur beitt neitunarvaldi gegn stjórnarskrárbreytingum kínverskra stjórnvalda.

Minnst sex þingmenn vilja að Hong Kong slíti sig frá Kína. Í þeirra hópi er Nathan Law en hann varð yngsti þingmaður í sögu Hong Kong, 23 ára að aldri.

Hong Kong er sjálfstjórnarhérað í Kína og hefur verið frá árinu 1997. Löggjafarráðið stýrir flestum málefnum borgarinnar að varnarmálum og utanríkismálum undanskildum. Þeim er stýrt frá Peking.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×