Erlent

Eftirlætisbílstjóri Pútíns fórst í bílslysi

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimír Pútín var ekki í forsetabílnum þegar ekið var á bílinn.
Vladimír Pútín var ekki í forsetabílnum þegar ekið var á bílinn. Vísir/Getty
Ekið var á forsetabíl Vladimírs Pútín Rússlandsforseta í Moskvu í morgun með þeim afleiðingum að bílstjóri forsetabílsins lést. Pútín sjálfur var ekki í bílnum, en bílstjórinn ku hafa verið eftirlætisbílstjóri Rússlandsforseta.

Rússneskir fjölmiðlar hafa birt myndskeið þar sem sést til forsetabílsins, sem er svartur BMW, aka á hraðbraut í Mosvu áður en Mercedes-bíl fer yfir á öfugan vegarhelming og skellir á forsetabílinn.

Í frétt Express.co.uk segir að áreksturinn hafi orðið á Kutuzovsky-stræti. Sjúkralið segir að bílstjóri BMW bílsins hafi látist samstundis. Hann hafði starfað í rúm fjörutíu ár sem bílstjóri á vegum hins opinbera.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×