Erlent

Breskur þingmaður segir af sér eftir ásakanir um vændiskaup

Atli Ísleifsson skrifar
Keith Vaz hefur setið á þingi fyrir Leicester East frá árinu 1987.
Keith Vaz hefur setið á þingi fyrir Leicester East frá árinu 1987. Vísir/AFP
Keith Vaz, þingmaður breska Verkamannaflokksins, hefur sagt af sér sem formaður fastanefndar þingsins um innanríkismál eftir ásakanir um fíkniefnakaup og að hafa keypt sér þjónustu tveggja karlkyns vændismanna.

Breska blaðið Sunday Mirror birti um helgina grein þar sem sést til stjórnmálamannsins þar sem sést greiða tveimur vændismönnum fyrir þjónustu og biðja þá um kókaín sem hann sagði þó ekki vera fyrir sig sjálfan.

Samskiptin áttu sér stað í íbúð í eigu Vaz í norðurhluta Lundúna og voru tekin upp í leyni.

Í frétt BBC kemur fram að Vaz segi það vera best að hann segi af sér til að tryggja starfsfrið nefndarinnar.

Vaz er kvæntur og tveggja barna faðir og hefur setið á þingi fyrir Leicester East frá árinu 1987. Hann var ráðherra Evrópumála í ríkisstjórn Tony Blair.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×