Erlent

Mótmælendur stöðvuðu flugumferð í London

Anton Egilsson skrifar
Níu manns voru handteknir í kjölfar mótmælanna.
Níu manns voru handteknir í kjölfar mótmælanna. Vísir/AFP
Öll flugumferð stöðvaðist vegna mótmæla á London City Airport í austurhluta borgarinnar laust fyrir klukkan sex í morgun. Lögregla þar í borg var kölluð til eftir að tilkynnt var um níu einstaklinga sem höfðu hlekkjað sig hvert við annað út á miðri flugbraut flugvallarins í mótmælaskyni. Enn er ekki vitað hvernig mótmælendunum tókst að komast út á flugbrautina. BBC greinir frá þessu. 

Fjöldahreyfingin Black Lives Matter hefur lýst yfir ábyrgð á mótmælunum. Black Lives Matter er alþjóðleg fjöldahreyfing sem berst gegn ofbeldi og kerfisbundnum kynþáttafordómum í garð dökks fólks.  

Hreyfingin komst fyrst í heimspressuna árið 2013 þegar myllumerkið #BlackLivesMatter fór mikinn á Twitter í kjölfar þess að George Zimmerman var sýknaður af ákæru um morð á Trayvon Martin, 17 ára dökkum menntaskólanema í Flórída.

Í kjölfar mótmælanna á flugbrautinni á London City Airport í dag gaf hreyfingin út yfirlýsingu. Í henni kemur fram að tilgangur þeirra hafi verið sá að varpa ljósi á umhverfisáhrif flugferða á líf dökks fólks á staðnum sem og á heimsvísu. Í yfirlýsingunni segir einnig að í Bretlandi sé 28% af dökku fólki líklegra til að verða fyrir áhrifum loftmengunar þar sem það býr í nágrenni við staði þar sem atvinnugreinar sem valda miklum loftlagsbreytingum eru viðhafðar.

Lögregla hefur nú handsamað alla níu mótmælendurna en flugumferð liggur ennþá niðri og mun gera það fram eftir degi.

 


Tengdar fréttir

Zimmerman ákærður fyrir morð

George Zimmerman, sem skaut ungan dreng til bana í Flórída á dögunum hefur gefið sig fram. Zimmerman tók þátt í nágrannavörslu í hverfi sínu og þann 26 febrúar skaut hann unglingspiltinn Traycon Martin til bana.

George Zimmerman sýknaður

George Zimmerman, sem var sakaður um að hafa myrt Travon Martin, var í gær sýknaður af öllum ákæruliðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×