Erlent

Segir uppbyggingu kjarnorkuvopna vera kraftaverk

Samúel Karl Ólason skrifar
Kim Jong Un.
Kim Jong Un. Vísir/EPA
Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, boðar frekari uppbyggingu kjarnorkuvopna og tilrauna þar í landi. Hann segir uppbygginguna sem þegar hefur átt sér stað vera kraftaverk. Þrjú eldflaugaskot voru framkvæmd í Norður-Kóreu í tilraunaskyni í gær.

Hann er sagður hafa ítrekað nauðsyn þess að halda áfram þeirri framþróun sem þegar hafi átt sér stað varðandi kjarnorkuvopn ríkisins og sagði hana hafa verið kraftaverki líkast.

Samkvæmt KCNA, ríkismiðli Norður-Kóreu, stjórnaði einræðisherrann tilraunaskotunum í gær en nágrannar hans í suðri áætla að eldflaugarnar dragi um þúsund kílómetra. Þeim var skotið yfir Japanshaf án viðvörunar.

KCNA lýsir tilrauninni sem „fullkominni“ og segir Kim Jong Un vera hæstánægðan með hana.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×