Erlent

Lögregla í Íran lokar verslunum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Yfirvöld í Íran mæla gegn því að fólk kaupi notuð föt.
Yfirvöld í Íran mæla gegn því að fólk kaupi notuð föt. vísir/getty
Lögreglumenn í Íran hafa á undanförnum dögum lokað meira en átta hundruð verslunum. Eigendur verslananna höfðu gerst sekir um að selja óhefðbundinn og óviðeigandi klæðnað. Hinn ólöglegi varningur þótti í flestum tilfellum of vestrænn að mati yfirvalda.

Aðgerðirnar hafa staðið yfir undanfarna tíu daga. Áður en til þeirra var gripið höfðu yfirvöld sent viðvaranir í meira en 3.600 verslanir sem lágu undir grun um að hafa brotið gegn lögum landsins. Samhliða aðgerðum lögreglu hafa ríkismiðlarnir flutt fréttir af skaðsemi þess að kaupa notuð föt og föt með enskum áletrunum.

Frá byltingunni í landinu árið 1979, þegar Mohammad Reza Pahlavi var steypt af stóli, hefur íslömsk klerkastjórn ríkt í landinu. Síðan þá hafa vestræn gildi og menning verið forboðin í landinu.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×