Erlent

Berjast gegn miklum skógareldum á Spáni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Rúmlega 300 slökkviliðsmenn berjast nú gífurlega mikinn skógareld í Costa Blanca á Spáni. Þúsundir manna hafa verið flutt af svæðinu, en yfirvöld segja að þrír eldar hafi verið kveiktir viljandi.

Vindar hafa aukið við skógareldinn en vonast er til þess að draga muni úr þeim á næstunni.

Nú er unnið að því að flytja íbúa af byggðum svæðum Cumbre del Sol.

Unnið er við slökkvistörf á 65 bílum og er einnig notast við flugvélar og þyrlur til að varpa vatni á eldana.

Neyðarskýlum hefur verið komið upp í skólum og annarsstaðar. Byggingar hafa brunnið í Javea og eldurinn meðal annars ógnað hverfum Benidorm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×