Erlent

24 látnir eftir tvær sprengjuárásir Talibana

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sprengjurnar sprungu nærri afganska varnarmálaráðuneytinu.
Sprengjurnar sprungu nærri afganska varnarmálaráðuneytinu. Vísir/EPA
24 eru látnir og hátt í hundrað særðir eftir tvær sprengjuárásir í Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talibanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásanum.

Sprengjurnar voru sprengdar nærri varnarmálaráðuneyti Afganistan. Var sú fyrri sprengd úr fjarlægð með fjarstýringu en sú síðari var sjálfsmorðsprengja.

Herforingi úr afganska hernum og tveir háttsettir embættismenn innan afgönsku lögreglunnar eru meðal þeirra látnu.

Varnarmálaráðuneytið segir að seinni sprengjan hafi verið sprengd í grennd við viðbragðsaðila sem komu fórnarlömbum til aðstoðar eftir fyrri sprengjuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×