Erlent

Tugir látnir eftir röð sprengjuárása

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Minnst 40 eru látnir eftir röð sprengjuárása í Sýrlandi.
Minnst 40 eru látnir eftir röð sprengjuárása í Sýrlandi. Vísir/HO / SANA / AFP
Minnst 40 eru látnir eftir röð sprengjuárása í Sýrlandi. Árásirnar voru gerðar í borgum sem er undir stjórn stjórnarhers Sýrlands. ISIS hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum.

Fjórar árásir voru gerðar á innan við klukkutíma í borgunum Tartous, Homs, Damaskus og í Hassakeh þar sem Kúrdar ráða ríkjum.

Flestir létust í Tartous, alls 35, en þar í borg er rússnesk herstöð auk þess sem borgin er ein helsta miðstöð stuðningsmanna Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.

Árásirnar voru allar gerðar snemma í morgun og hefur ISIS lýst yfir ábyrgð. Ljóst þykir að árásanum var beint að fjölmennum stöðum í borgunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×