Erlent

Týnda lendingarfarið Philae loks komið í leitirnar

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Vísindamenn hafa loksins staðsett lendingarfarið Philae á halastjörnunni 67P.
Vísindamenn hafa loksins staðsett lendingarfarið Philae á halastjörnunni 67P. Mynd/ESA
Lendingarfarið Philae, sem svífur nú um geiminn á yfirborði halastjörnunnar 67P er loksins komið í leitirnar. Myndir sem Rosetta-geimfarið sendi frá sér sýna ótvírætt hvar Philae liggur.

Philae var varpað að yfirborði halastjörnunnar úr geimfarinu Rosetta í nóvember 2014. Mistök urðu við lendinguna og skoppaði farið á yfirborði halastjörnunnar.

Farið staðnæmdist svo á stað þar sem lítið var um sólarljós og fönguðu rafhlöður þess ekki nægjanlegt sólarljós til að halda starfsemi farsins gangandi. Eftir einungis 60 klukkustundir varð farið rafmagnslaust.

Nærmynd af PhilaeMynd/ESA
Farið kveikti svo á sér aftur og sendi ýmis gögn til jarðarinnar en ekki var vitað nákvæmlega hvar Philae var niðurkominn, fyrr en nú.

Á myndinni sjást útlínur og lappir Philae greinilega liggjandi ofan í skurði á 67P. Eru vísindamenn afar ánægðir með að hafa fengið upplýsingar um hvíldarstað Philae og telja þeir líklegt að uppgötvunin muni varpa frekar ljósi á þau gögn sem Philae sendi til baka á sínum tíma.

Aðeins eru um þrjár vikur þangað til að Rosetta verður brotlent á yfirborði 67P og mun þá hinum tólf ára gamla leiðangri ljúka með gríðarlegum árangri en flókin lífræn efnasambönd fundust á plánetunni. Alls fundust sextán efnasambönd úr kolefnum og nítrógeni. Þá kom í ljós að yfirbörð 67P er úr ís og þakið þunnu ryklagi.

Fundur slíkra efna á halastjörnu sem rekur rætur sínar allt til fæðingar sólkerfisins getur gefið vísindamönnum skýrari sína á uppruna efnis í alheiminum.


Tengdar fréttir

Þegar við húkkuðum far með halastjörnu

Uppgötvanirnar voru margar á árinu og afrekin fjölbreytt. Vonbrigðin voru einnig til staðar. Á ýmsum sviðum tóku vísindamenn höndum saman, á öðrum tókust þeir á. 2014 var ár framfara en við sáum vísindamenn einnig gera það sem þeir gera svo vel, að horfast í augu við óvæntar breytur og vonbrigði. Hér er það helsta í vísindum á árinu

Halló jörð, heyrir þú í mér?

Könnunarfarið Philae hefur vaknað til lífsins eftir nokkurra mánaða dvala á halastjörnunni 67P. Farið er það fyrsta til að lenda á halastjörnu. Vonast er til að orka þess sé næg til að ljúka því verkefni sem því var ætlað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×