Keila í staðinn fyrir skötusel og langa borin fram sem þorskur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2016 11:54 Í eitt skipti var skötuselur borinn fram sem keila. vísir/getty Það er alþekkt í matvælageiranum um allan heim að svindlað sé vísvitandi á viðskiptavinum veitingahúsa. Þetta segir Jónas R. Viðarsson fagstjóri hjá MATÍS en rannsókn sem starfsmenn stofnunarinnar unnu að leiddi í ljós að í 22 prósent tilfella var borinn fram rangur fiskur á veitingastað miðað við það sem gefið var upp á matseðli. Greint var frá niðurstöðunum í Morgunblaðinu í dag en bráðabirgðaniðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í mars. Þá var rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika. Þá var farið á tíu veitingastaði í Reykjavík og tekin 27 sýni. Nú var farið á 22 veitingastaði, flesta á höfuðborgarsvæðinu en einnig í einu byggðarlagi úti á landi, og tekin fimmtíu sýni. Ellefu sýni voru ekki í samræmi við það sem gefið var upp á matseðli. „Þessi rannsókn okkar er hluti af stærri rannsókn þar sem verið er að gera sams konar rannsóknir í nokkrum Evrópulöndum og á næsta ári mun síðan birtast ritrýnd grein með niðurstöðunum. Þetta er ekki stórt úrtak hér á landi en algengasti tegundaruglingur er sem sagt á milli túnfisktegunda. Það er í samræmi við erlendar rannsóknir þar sem mikið er um svindl eða rangar merkingar þegar kemur að túnfisk,“ segir Jónas.Sushi-staðirnir verstir Í fimm tilfellum kom túnfiskur við sögu. Tvisvar var guluggatúnfiskur borinn fram í stað bláuggatúnfisks sem tiltekinn var á matseðli og í þremur tilfellum var boðið upp á gláparatúnfisk í guluggatúnfisks. Gláparatúnfiskurinn og guluggatúnfiskurinn eru í svipuðum verðflokki en bláuggatúnfiskurinn er miklu dýrari heldur en guluggatúnfiskurinn. Jónas segir að það sé því ólíklegt að veitingamenn hreinlega ruglist á þeim tegundum en í öðrum tilvikum þar sem um innfluttan fisk er að ræða geti verið að matreiðslumennirnir treysti einfaldlega því sem standi á pakkningunni. „Ef maður tekur mismunandi tegundir af veitingastöðum þá eru sushi-staðirnir verstir og það er kemur til út af þessu með túnfiskinn,“ segir Jónas.Gríðarlegur verðmunur á keilu og skötusel Í þremur tilvikum var langa borinn fram í stað þorsks, í eitt skipti var hlýri á disknum í staðinn fyrir steinbít, einu sinni var boðið upp á keilu í stað skötusels og svo var þorskur borinn fram í stað ýsu. Sé miðað við verð á fiskmörkuðum er langan töluvert ódýrari en þorskur en ýsan er ódýrari en þorskurinn og hlýrinn dýrari en steinbíturinn. Þá er gríðarlegur verðmunur á skötusel og keilu, en sem dæmi má nefna að í Fiskikónginum kostar kílóið af skötusel 5990 krónur og kílóið af keilu 2090 krónur. Miðað við rannsókn MATÍS má segja að það sé nokkuð algengt að rangur fiskur fari á diskinn hjá viðskiptavininum á veitingastaðnum. „Þetta er þekkt úr matvælageiranum og það er mjög algengt að það sé verið að svindla vísvitandi á fólki. Maður getur nefnt alls konar furðuleg dæmi eins og til dæmis að reynt sé að selja svínakjöt sem nautakjöt,“ segir Jónas. Tengdar fréttir Rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fisktegund en pöntuð var. 18. mars 2016 21:12 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Það er alþekkt í matvælageiranum um allan heim að svindlað sé vísvitandi á viðskiptavinum veitingahúsa. Þetta segir Jónas R. Viðarsson fagstjóri hjá MATÍS en rannsókn sem starfsmenn stofnunarinnar unnu að leiddi í ljós að í 22 prósent tilfella var borinn fram rangur fiskur á veitingastað miðað við það sem gefið var upp á matseðli. Greint var frá niðurstöðunum í Morgunblaðinu í dag en bráðabirgðaniðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í mars. Þá var rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika. Þá var farið á tíu veitingastaði í Reykjavík og tekin 27 sýni. Nú var farið á 22 veitingastaði, flesta á höfuðborgarsvæðinu en einnig í einu byggðarlagi úti á landi, og tekin fimmtíu sýni. Ellefu sýni voru ekki í samræmi við það sem gefið var upp á matseðli. „Þessi rannsókn okkar er hluti af stærri rannsókn þar sem verið er að gera sams konar rannsóknir í nokkrum Evrópulöndum og á næsta ári mun síðan birtast ritrýnd grein með niðurstöðunum. Þetta er ekki stórt úrtak hér á landi en algengasti tegundaruglingur er sem sagt á milli túnfisktegunda. Það er í samræmi við erlendar rannsóknir þar sem mikið er um svindl eða rangar merkingar þegar kemur að túnfisk,“ segir Jónas.Sushi-staðirnir verstir Í fimm tilfellum kom túnfiskur við sögu. Tvisvar var guluggatúnfiskur borinn fram í stað bláuggatúnfisks sem tiltekinn var á matseðli og í þremur tilfellum var boðið upp á gláparatúnfisk í guluggatúnfisks. Gláparatúnfiskurinn og guluggatúnfiskurinn eru í svipuðum verðflokki en bláuggatúnfiskurinn er miklu dýrari heldur en guluggatúnfiskurinn. Jónas segir að það sé því ólíklegt að veitingamenn hreinlega ruglist á þeim tegundum en í öðrum tilvikum þar sem um innfluttan fisk er að ræða geti verið að matreiðslumennirnir treysti einfaldlega því sem standi á pakkningunni. „Ef maður tekur mismunandi tegundir af veitingastöðum þá eru sushi-staðirnir verstir og það er kemur til út af þessu með túnfiskinn,“ segir Jónas.Gríðarlegur verðmunur á keilu og skötusel Í þremur tilvikum var langa borinn fram í stað þorsks, í eitt skipti var hlýri á disknum í staðinn fyrir steinbít, einu sinni var boðið upp á keilu í stað skötusels og svo var þorskur borinn fram í stað ýsu. Sé miðað við verð á fiskmörkuðum er langan töluvert ódýrari en þorskur en ýsan er ódýrari en þorskurinn og hlýrinn dýrari en steinbíturinn. Þá er gríðarlegur verðmunur á skötusel og keilu, en sem dæmi má nefna að í Fiskikónginum kostar kílóið af skötusel 5990 krónur og kílóið af keilu 2090 krónur. Miðað við rannsókn MATÍS má segja að það sé nokkuð algengt að rangur fiskur fari á diskinn hjá viðskiptavininum á veitingastaðnum. „Þetta er þekkt úr matvælageiranum og það er mjög algengt að það sé verið að svindla vísvitandi á fólki. Maður getur nefnt alls konar furðuleg dæmi eins og til dæmis að reynt sé að selja svínakjöt sem nautakjöt,“ segir Jónas.
Tengdar fréttir Rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fisktegund en pöntuð var. 18. mars 2016 21:12 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fisktegund en pöntuð var. 18. mars 2016 21:12