Keila í staðinn fyrir skötusel og langa borin fram sem þorskur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2016 11:54 Í eitt skipti var skötuselur borinn fram sem keila. vísir/getty Það er alþekkt í matvælageiranum um allan heim að svindlað sé vísvitandi á viðskiptavinum veitingahúsa. Þetta segir Jónas R. Viðarsson fagstjóri hjá MATÍS en rannsókn sem starfsmenn stofnunarinnar unnu að leiddi í ljós að í 22 prósent tilfella var borinn fram rangur fiskur á veitingastað miðað við það sem gefið var upp á matseðli. Greint var frá niðurstöðunum í Morgunblaðinu í dag en bráðabirgðaniðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í mars. Þá var rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika. Þá var farið á tíu veitingastaði í Reykjavík og tekin 27 sýni. Nú var farið á 22 veitingastaði, flesta á höfuðborgarsvæðinu en einnig í einu byggðarlagi úti á landi, og tekin fimmtíu sýni. Ellefu sýni voru ekki í samræmi við það sem gefið var upp á matseðli. „Þessi rannsókn okkar er hluti af stærri rannsókn þar sem verið er að gera sams konar rannsóknir í nokkrum Evrópulöndum og á næsta ári mun síðan birtast ritrýnd grein með niðurstöðunum. Þetta er ekki stórt úrtak hér á landi en algengasti tegundaruglingur er sem sagt á milli túnfisktegunda. Það er í samræmi við erlendar rannsóknir þar sem mikið er um svindl eða rangar merkingar þegar kemur að túnfisk,“ segir Jónas.Sushi-staðirnir verstir Í fimm tilfellum kom túnfiskur við sögu. Tvisvar var guluggatúnfiskur borinn fram í stað bláuggatúnfisks sem tiltekinn var á matseðli og í þremur tilfellum var boðið upp á gláparatúnfisk í guluggatúnfisks. Gláparatúnfiskurinn og guluggatúnfiskurinn eru í svipuðum verðflokki en bláuggatúnfiskurinn er miklu dýrari heldur en guluggatúnfiskurinn. Jónas segir að það sé því ólíklegt að veitingamenn hreinlega ruglist á þeim tegundum en í öðrum tilvikum þar sem um innfluttan fisk er að ræða geti verið að matreiðslumennirnir treysti einfaldlega því sem standi á pakkningunni. „Ef maður tekur mismunandi tegundir af veitingastöðum þá eru sushi-staðirnir verstir og það er kemur til út af þessu með túnfiskinn,“ segir Jónas.Gríðarlegur verðmunur á keilu og skötusel Í þremur tilvikum var langa borinn fram í stað þorsks, í eitt skipti var hlýri á disknum í staðinn fyrir steinbít, einu sinni var boðið upp á keilu í stað skötusels og svo var þorskur borinn fram í stað ýsu. Sé miðað við verð á fiskmörkuðum er langan töluvert ódýrari en þorskur en ýsan er ódýrari en þorskurinn og hlýrinn dýrari en steinbíturinn. Þá er gríðarlegur verðmunur á skötusel og keilu, en sem dæmi má nefna að í Fiskikónginum kostar kílóið af skötusel 5990 krónur og kílóið af keilu 2090 krónur. Miðað við rannsókn MATÍS má segja að það sé nokkuð algengt að rangur fiskur fari á diskinn hjá viðskiptavininum á veitingastaðnum. „Þetta er þekkt úr matvælageiranum og það er mjög algengt að það sé verið að svindla vísvitandi á fólki. Maður getur nefnt alls konar furðuleg dæmi eins og til dæmis að reynt sé að selja svínakjöt sem nautakjöt,“ segir Jónas. Tengdar fréttir Rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fisktegund en pöntuð var. 18. mars 2016 21:12 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Það er alþekkt í matvælageiranum um allan heim að svindlað sé vísvitandi á viðskiptavinum veitingahúsa. Þetta segir Jónas R. Viðarsson fagstjóri hjá MATÍS en rannsókn sem starfsmenn stofnunarinnar unnu að leiddi í ljós að í 22 prósent tilfella var borinn fram rangur fiskur á veitingastað miðað við það sem gefið var upp á matseðli. Greint var frá niðurstöðunum í Morgunblaðinu í dag en bráðabirgðaniðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar í mars. Þá var rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika. Þá var farið á tíu veitingastaði í Reykjavík og tekin 27 sýni. Nú var farið á 22 veitingastaði, flesta á höfuðborgarsvæðinu en einnig í einu byggðarlagi úti á landi, og tekin fimmtíu sýni. Ellefu sýni voru ekki í samræmi við það sem gefið var upp á matseðli. „Þessi rannsókn okkar er hluti af stærri rannsókn þar sem verið er að gera sams konar rannsóknir í nokkrum Evrópulöndum og á næsta ári mun síðan birtast ritrýnd grein með niðurstöðunum. Þetta er ekki stórt úrtak hér á landi en algengasti tegundaruglingur er sem sagt á milli túnfisktegunda. Það er í samræmi við erlendar rannsóknir þar sem mikið er um svindl eða rangar merkingar þegar kemur að túnfisk,“ segir Jónas.Sushi-staðirnir verstir Í fimm tilfellum kom túnfiskur við sögu. Tvisvar var guluggatúnfiskur borinn fram í stað bláuggatúnfisks sem tiltekinn var á matseðli og í þremur tilfellum var boðið upp á gláparatúnfisk í guluggatúnfisks. Gláparatúnfiskurinn og guluggatúnfiskurinn eru í svipuðum verðflokki en bláuggatúnfiskurinn er miklu dýrari heldur en guluggatúnfiskurinn. Jónas segir að það sé því ólíklegt að veitingamenn hreinlega ruglist á þeim tegundum en í öðrum tilvikum þar sem um innfluttan fisk er að ræða geti verið að matreiðslumennirnir treysti einfaldlega því sem standi á pakkningunni. „Ef maður tekur mismunandi tegundir af veitingastöðum þá eru sushi-staðirnir verstir og það er kemur til út af þessu með túnfiskinn,“ segir Jónas.Gríðarlegur verðmunur á keilu og skötusel Í þremur tilvikum var langa borinn fram í stað þorsks, í eitt skipti var hlýri á disknum í staðinn fyrir steinbít, einu sinni var boðið upp á keilu í stað skötusels og svo var þorskur borinn fram í stað ýsu. Sé miðað við verð á fiskmörkuðum er langan töluvert ódýrari en þorskur en ýsan er ódýrari en þorskurinn og hlýrinn dýrari en steinbíturinn. Þá er gríðarlegur verðmunur á skötusel og keilu, en sem dæmi má nefna að í Fiskikónginum kostar kílóið af skötusel 5990 krónur og kílóið af keilu 2090 krónur. Miðað við rannsókn MATÍS má segja að það sé nokkuð algengt að rangur fiskur fari á diskinn hjá viðskiptavininum á veitingastaðnum. „Þetta er þekkt úr matvælageiranum og það er mjög algengt að það sé verið að svindla vísvitandi á fólki. Maður getur nefnt alls konar furðuleg dæmi eins og til dæmis að reynt sé að selja svínakjöt sem nautakjöt,“ segir Jónas.
Tengdar fréttir Rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fisktegund en pöntuð var. 18. mars 2016 21:12 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Dregið verulega úr ritskoðun á Facebook og Instagram Erlent Fleiri fréttir Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Sjá meira
Rangur fiskur borinn fram í þrjátíu prósent tilvika Í rannsókn sem MATÍS gerði nýverið var í 30 prósentum tilvika borin fram röng og ódýrari fisktegund en pöntuð var. 18. mars 2016 21:12