Erlent

Fá rukkun fyrir að dreifa efni

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Fyrstu kröfubréfin verða send innan nokkurra vikna.
Fyrstu kröfubréfin verða send innan nokkurra vikna.
Innan nokkurra vikna fá allt að eitt þúsund manns í Svíþjóð, sem dreifa höfundarvörðu efni ólöglega, kröfu um greiðslu upp á 2.000 sænskar krónur, eða 27 þúsund íslenskar krónur, fyrir hverja kvikmynd.

Nýtt fyrirtæki á vegum höfunda í skemmtanabransanum hefur afhjúpað hverjir eru á bak við fjölda IP-talna en þegar hafa nokkur þúsund verið afhjúpuð. Greiði þeir sem fengið hafa kröfubréfin verður ekki höfðað mál gegn þeim.

Þegar fram líða stundir verður farið fram á hærri greiðslur frá þeim sem dreifa efni ólöglega, að því er segir í frétt á vef Dagens Nyheter.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×