Erlent

Neyðast til að loka hæstu og lengstu brú heims með glergólfi

Atli Ísleifsson skrifar
Gólfið samanstendur af 99 bitum af fimm sentimetra þykku gleri.
Gólfið samanstendur af 99 bitum af fimm sentimetra þykku gleri. Vísir/AFP
Yfirvöld í Kína hafa neyðst til að loka hæstu og lengstu glergólfsbrú í heimi sem opnuð var í Kína fyrir tæpum tveimur vikum. Nauðsynlegt er að gera endurbætur á brúnni þegar í stað.

Í frétt BBC kemur fram að enn eigi eftir að greina frá hvenær von sé á að hægt verði að opna fyrir umferð á brúna á ný. Talsmenn yfirvalda taka þó skýrt fram að ekki hafi orðið nein slys eða sprungur myndast.

Gólfið samanstendur af 99 bitum af fimm sentimetra þykku gleri, en brúin sjálf er 420 metrar að lengd, sex metrar á breidd og í þrjú hundruð metra hæð í dal í Zhangjiajie-þjóðgarðinum í Hunan-héraði.

Glergólfið veitir fólki færi á mjög sérstöku útsýni yfir dalbotninn og má líklegast fullyrða að ganga yfir brúna sé ekki fyrir lofthrædda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×