Fréttamaður bað forsætisráðherra afsökunar á að hafa kallað hann feitan: „Þetta voru hrapaleg mistök“ Birgir Olgeirsson skrifar 2. september 2016 20:52 Frá pallborðsumræðunum á Fundi fólksins fyrr í dag. Vísir/Eyþór Arnar Páll Hauksson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hefur beðið Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra innilegrar afsökunar á því að hafa kallað ráðherrann feitan á Fundi fólksins í dag. Um var að ræða pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga sem var í beinni útsendingu sem Arnar Páll stýrði. Rétt áður en hann átti að hefjast höfðu allir stjórnmálaleiðtogarnir raðað sér við pallborðið nema Sigurður Ingi. Eiginlegur fundur var þá ekki hafinn en Arnar Páll heyrðist þá spyrja Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, „hvar ætlið þið að láta þennan feita vera?“ og átti þá við Sigurð Inga. Katrín Jakobsdóttir heyrðist svo spyrja hvort enginn komi frá Framsóknarflokknum en þá endurtók Arnar Páll spurninguna: „Hvar eigum við að koma honum fyrir, þessum feita.“ Þetta náðist allt á upptöku en það var Einar Freyr Elínarson, formaður samtaka ungra bænda, sem vakti máls á þessu í kvöld og hafa bæði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, gagnrýnt þessa framkomu fréttamannsins. Arnar Páll segir í samtali við Vísi hafa hringt í forsætisráðherrann og beðið hann innilegrar afsökunar á þessu. „Hann tók því bara mjög vel og ég met hann mjög mikils sem stjórnmálamann. Þetta voru hrapaleg mistök,“ segir Arnar Páll. Hægt er að heyra ummælin þegar þrjár klukkustundir og átján mínútur eru liðnar af myndbandinu. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Arnar Páll Hauksson, fréttamaður Ríkisútvarpsins, hefur beðið Sigurð Inga Jóhannsson forsætisráðherra innilegrar afsökunar á því að hafa kallað ráðherrann feitan á Fundi fólksins í dag. Um var að ræða pallborðsumræður stjórnmálaleiðtoga sem var í beinni útsendingu sem Arnar Páll stýrði. Rétt áður en hann átti að hefjast höfðu allir stjórnmálaleiðtogarnir raðað sér við pallborðið nema Sigurður Ingi. Eiginlegur fundur var þá ekki hafinn en Arnar Páll heyrðist þá spyrja Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar, „hvar ætlið þið að láta þennan feita vera?“ og átti þá við Sigurð Inga. Katrín Jakobsdóttir heyrðist svo spyrja hvort enginn komi frá Framsóknarflokknum en þá endurtók Arnar Páll spurninguna: „Hvar eigum við að koma honum fyrir, þessum feita.“ Þetta náðist allt á upptöku en það var Einar Freyr Elínarson, formaður samtaka ungra bænda, sem vakti máls á þessu í kvöld og hafa bæði Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Gunnar Bragi Sveinsson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, gagnrýnt þessa framkomu fréttamannsins. Arnar Páll segir í samtali við Vísi hafa hringt í forsætisráðherrann og beðið hann innilegrar afsökunar á þessu. „Hann tók því bara mjög vel og ég met hann mjög mikils sem stjórnmálamann. Þetta voru hrapaleg mistök,“ segir Arnar Páll. Hægt er að heyra ummælin þegar þrjár klukkustundir og átján mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira