Erlent

ISIS segir skotmanninn í Kristjaníu hafa verið „hermann“ samtakanna

Atli Ísleifsson skrifar
Lögmaður skotmannsins greindi frá því í morgun að skjólstæðingur sinn hefði látið lífið á sjúkrahúsi.
Lögmaður skotmannsins greindi frá því í morgun að skjólstæðingur sinn hefði látið lífið á sjúkrahúsi. Vísir/AFP
Áróðursdeild hryðjuverkasamtakanna ISIS, Amaq, segir að maðurinn sem skaut þrjá aðfaranótt fimmtudagsins í Kristjaníu í Kaupmannahöfn hafi verið „einn af hermönnum“ samtakanna.

Í frétt áróðursskrifstofunnar Amaq er þetta haft eftir nafnlausum heimildarmönnum innan ISIS.

Tveir lögreglumenn og pólskur ríkisborgari særðust í skotárásinni en lögregla hafði upp á manninum í Kastrup-hverfinu í gærmorgun þar sem hann særðist lífshættulega eftir átök við lögreglu.

Lögmaður mannsins greindi svo frá því í morgun að skjólstæðingur sinn, sem var 25 ára, hefði látið lífið á sjúkrahúsi.


Tengdar fréttir

Byssumaðurinn í Kristjaníu særðist í átökum við lögreglu

Til skotbardaga kom í morgun á milli lögreglunnar í Kaupmannahöfn og manns sem grunaður er um að hafa sært tvo lögreglumenn og einn almennan borgara í fríríkinu Kristjaníu í gærkvöldi. Lögreglan hafði gert áhlaup inn í hverfið í gærkvöldi til að uppræta þar hasssölu þegar maðurinn, sem sagður er á þrítugsaldri, tók upp byssu og hóf skothríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×