Erlent

Lucas og Bartley nýir leiðtogar breskra græningja

Atli ísleifsson skrifar
Caroline Lucas gegndi formannsembætti í flokknum á árunum 2008 til 2012.
Caroline Lucas gegndi formannsembætti í flokknum á árunum 2008 til 2012. Vísir/AFP
Caroline Lucas og Jonathan Bartley eru nýir leiðtogar Græningja í Bretlandi. Natalie Bennett hefur látið af störfum eftir fjögur ár í embætti.

Greint var frá niðurstöðum formannskjörs flokksins á flokksþingi fyrr í dag.

Lucas gegndi formannsembætti í flokknum á árunum 2008 til 2012 og var fyrst til að komast á þing fyrir flokkinn.

Lucas og Bartley munu deila ábyrgðinni þegar kemur að skyldum formanns, en Bartley hefur verið talsmaður flokksins í velferðarmálum. Fimm manns voru í framboði til formanns.

Græningjaflokkurinn á einn fulltrúa í neðri deild breska þingsins og einn í lávarðadeildinni. Þá á flokkurinn þrjá fulltrúa á Evrópuþinginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×