Erlent

Létust þegar sprenging varð í vopnageymslu í Bagdad

Atli Ísleifsson skrifar
Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort um árás hafi verið að ræða eða slys. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Ekki liggur fyrir að svo stöddu hvort um árás hafi verið að ræða eða slys. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Tveir menn hið minnsta létust og ellefu særðust þegar sprenging varð í vopnageymslu í austurhluta íröksku höfuðborgarinnar Bagdad í morgun.

Lögregla greinir frá því að miklar sprengingar hafi orðið og mikill reykur stigið til himins í hverfinu al-Ubaidi, þar sem sjítar eru í meirihluta.

Í frétt SVT kemur fram að ekki liggi fyrir að svo stöddu hvort um árás hafi verið að ræða eða slys.

Vopnageymslan sem um ræðir er í eigu sveita sjítamúslíma sem berjast gegn hryðjuverkasveitum ISIS í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×