Erlent

Ár frá dauða Alan Kurdi

Birta Svavarsdóttir skrifar
Ljósmynd af hinum þriggja ára Alan Kurdi þar sem hann lá látinn í flæðarmálinu í Bodrum í Tyrklandi hreyfði mikið við heimsbyggðinni.
Ljósmynd af hinum þriggja ára Alan Kurdi þar sem hann lá látinn í flæðarmálinu í Bodrum í Tyrklandi hreyfði mikið við heimsbyggðinni.
Ár er frá því að ljósmynd af þriggja ára gömlum sýrlenskum dreng, Alan Kurdi, drukknuðum á strönd í Tyrklandi birtist í fjölmiðlum. Litli drengurinn og fjölskylda hans höfðu neyðst til að reiða sig á smyglara sem stóðu að flutningi flóttafólks yfir til grískra eyja. Faðir Alan var sá eini sem lifði ferðina af, en móðir hans og fimm ára bróðir drukknuðu einnig á leiðinni.

Myndir af líki Alan vöktu mikinn óhug meðal fólks og hafa átt þátt í að skapa umræðu um málefni flóttafólks.

UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vill í dag vekja athygli á því að bara síðan í janúar á þessu ári hefur um hálf milljón barna á flótta neyðst til að reiða sig á smyglara í Evrópu. Fylgdarlaus börn eru nærri því 100.000 af heildarfjöldanum og þau eru sérstaklega viðkvæm gagnvart smyglurum.


Tengdar fréttir

Hundruð barna hafa drukknað

Að meðaltali tvö börn hafa drukknað á hverjum degi síðan í september á síðasta ári í tilraunum flóttamanna til að flýja yfir Miðjarðarhafið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×