Erlent

Fellibylurinn Hermine gengur yfir norðurhluta Flórída

Atli Ísleifsson skrifar
Borgaryfirvöld í höfuðborginni Tallahassee áætla að um 70 þúsund heimili séu nú án rafmagns.
Borgaryfirvöld í höfuðborginni Tallahassee áætla að um 70 þúsund heimili séu nú án rafmagns. Vísir/AFP
Fellibylurinn Hermine hefur náð landi í norðurhluta Flórída, en bylurinn er sá fyrsti fellibylurinn til að ganga yfir ríkið í heil ellefu ár.

Fellibylurinn gekk á land snemma í morgun og hefur ríkisstjórinn Rick Scott lýst yfir neyðarástandi í 51 af sýslum ríkisins. Yfirvöld segja vindhviður hafa mælst allt að 36 metra á sekúndu.

Tveimur tímum eftir að bylurinn gekk á land var nokkuð búið að draga úr styrk bylsins og hann flokkaður sem hitabeltisstormur.

Borgaryfirvöld í höfuðborginni Tallahassee áætla að um 70 þúsund heimili séu nú án rafmagns.

Að neðan má sjá myndband frá bænum St. Petersburg frá því í nótt.

Oh it's here!! #hurricane #hermine #floridalife #floridaweather #stpetersburg #mybackyard #floridalife #hurricaneparty

A video posted by Joanna Crandell (@chica_de_aqua) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×