Erlent

Skotmaðurinn í Kristjaníu látinn

Atli ísleifsson skrifar
Frá Kristjaníu.
Frá Kristjaníu. Vísir/Getty
Maður sem særði þrjá í Kristjaníu í Kaupmannahöfn aðfaranótt fimmtudags þegar lögregla gerði þar áhlaup er látinn.

Mannsins var leitað um alla borg eftir að hann hóf skothríð þar sem tveir lögreglumenn og einn almennur borgari særðust. Annar lögreglumannanna særðist alvarlega þegar hann fékk byssukúlu í höfuðið.

Maðurinn er á þrítugsaldri og grunaður eiturlyfjasali. Hann fannst í gærmorgun í Kastrup hverfinu og kom til skotbardaga þegar lögregla ætlaði að handtaka manninn sem endaði á þann veg að maðurinn særðist.

Verjandi mannsins greindi svo frá því í morgun að skjólstæðingur sinn hefði látist af völdum sára sinna.

Í frétt DR segir frá því að um fimmtíu íbúar í Kristjaníu hafi í morgun unnið að því að hreinsa hina svokölluðu Pusher Street þar sem fíkniefni hafa alla jafna verið til sölu. Ákvörðun um að taka niður sölubása var tekin á íbúafundi í hverfinu í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Byssumaðurinn í Kristjaníu særðist í átökum við lögreglu

Til skotbardaga kom í morgun á milli lögreglunnar í Kaupmannahöfn og manns sem grunaður er um að hafa sært tvo lögreglumenn og einn almennan borgara í fríríkinu Kristjaníu í gærkvöldi. Lögreglan hafði gert áhlaup inn í hverfið í gærkvöldi til að uppræta þar hasssölu þegar maðurinn, sem sagður er á þrítugsaldri, tók upp byssu og hóf skothríð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×