Enski boltinn

Sunderland svaraði ekki í símann

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heyrðu, við sjáumst þá bara síðar. M'Vila fór í fýluferð til Englands í gær.
Heyrðu, við sjáumst þá bara síðar. M'Vila fór í fýluferð til Englands í gær. vísir/getty
Gærdagurinn fór ekki eins og vonast var til hjá franska miðjumanninum Yann M'Vila.

Þessi 26 ára leikmaður sló í gegn hjá Sunderland síðasta vetur er hann spilaði með liðinu að láni frá Rubin Kazan.

Hann var svo mættur til Englands frá Rússlandi í gær til þess að ganga endanlega frá félagaskiptum yfir í Sunderland.

Þá kom babb í bátinn. „Ég hringdi í Sunderland en þeir svöruðu ekki. Ég er niðurbrotinn,“ skrifaði dapur M'Vila á Instagram-siðu sína.

Stuðningsmenn Sunderland eru einnig svekktir að hafa ekki fengið M'Vila í sínar raðir.

Hann gæti þó komið í janúar er samningur hans við Kazan rennur út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×