Enski boltinn

Leikmenn eru hræddir við Koeman

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Everton hefur ekki byrjað betur í efstu deild á Englandi síðan 1978 en eftir fimm umferðir er liðið í öðru sæti deildarinnar, með þrettán stig af fimmtán mögulegum.

Ronald Koeman tók við starfi knattspyrnustjóra Everton fyrir tímabilið af Roberto Martinez en hann var áður stjóri Southampton í tvö ár með góðum árangri.

Koeman var ekki lengi að láta til sín taka en hans fyrsta verk var að kalla leikmenn fyrr úr sumarfríi. Æfingarnar á undirbúningstímabilinu voru harðar og Koeman ætlast til mikils af leikmönnum sínum, bæði innan sem utan vallar.

„Það er ótti. Ekki síst vegna þess að í hópnum eru leikmenn sem stóðu sig vel á undirbúningstímabilinu en hafa ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu hingað til,“ sagði Jagielka við enska fjölmiðla.

„Hann hefur sýnt að hann er óhræddur við að gera breytingar. Þetta er ekki eins og maður sé með nýjan kennara sem er óvenjulega strangur fyrstu dagana. Maður verður að virða það sem hann hefur gert.“

Everton vann 3-1 sigur á Boro um helgina og mætir næst Bournemouth á útivelli, á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×