Enski boltinn

Gascoigne sakfelldur fyrir kynþáttaníð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gascoigne gaf sér tíma með aðdáendum áður en hann hélt inn í réttarsalinn í morgun.
Gascoigne gaf sér tíma með aðdáendum áður en hann hélt inn í réttarsalinn í morgun. Vísir/AFP
Paul Gasgoicne, einn þekktasti knattpsyrnumaður sem England hefur átt, var í dag sakfelldur fyrir kynþáttaníð vegna brandara sem hann sagði á samkomu.

Atvikið átti sér stað á sýningu sem nefndist „An Evening with Gazza“ í Wolverhampton í lok nóvember í fyrra.

Beindi hann orðum sínum að þeldökkum öryggisverði sem var við störf í salnum.

Gasgoicne játaði sök í málinu en réttarhöldin hófust í dag. Hann hefur undanfarin ár komist í fréttir vegna baráttu sinnar við Bakkus.

Hann lék á sínum tíma með Newcastle, Tottenham og Rangers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×