Páll segir listann í Suðurkjördæmi vænlegan til árangurs Ásgeir Erlendsson skrifar 18. september 2016 19:15 Páll Magnússon, oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að breytingin á lista flokksins í kjördæminu sýni að Sjálfstæðisflokkurinn vilji koma til móts við óánægju að loknu prófkjöri án þess að fórna lýðræðislegri niðurstöðu. Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, þáði í dag fjórða sætið á listanum. Framboðslistinn var borinn undir rúmlega hundrað manna kjördæmisráð en þar var lagt til að Kristín Traustadóttir og Hólmfríður Erna Kjartansdóttir sem báðar eru frá Árborg kæmu nýjar inn á listann í fimmta og sjötta sæti. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Páll Magnússon oddviti flokksins segist mjög sáttur við listann. „Enda er hann að mestu leyti í samræmi við niðurstöðu þessa prófkjörs þar sem meira en 4000 manns tóku þátt. Það eru gerðar þarna ákveðnar breytingar sem ég held að styrki og bæta listann án þess að breyta í eðli sínu niðurstöðu prófkjörsins, enda hefði það verið sérkennilegt hefði það verið gert. Við getum gengið sameinuð og sterk með þennan lista í þessa kosningabaráttu,“ segir Páll Magnússon.Unnur Brá fer eitilhörð í baráttuna Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, bauð sig fram í fyrsta sæti en endaði því í fjórða og ákvað í kjölfarið að hætta í stjórnmálum. Unnur Brá Konráðsdóttir, sem endaði í fimmta sæti í prófkjörinu færist upp í fjórða sæti listans. „Mér er boðið fjórða sæti á listanum og ég tek því og fer eitilhörð í baráttuna,“ segir Unnur Brá.Listinn kemur til móts við óánægjuraddir Páll segir listann sem samþykktur var í dag koma til móts við óánægju í kjölfar slæms gengis kvenna í prófkjörinu. „Ég held að þetta sýni að menn vilji koma til móts við þessi sjónarmið án þess að fórna niðurstöðum sem fengnar eru fram með lýðræðislegum hætti,“ segir Páll. X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Unnur Brá færist upp og Kristín og Hólmfríður koma inn 18. september 2016 17:01 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Páll Magnússon, oddviti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segir að breytingin á lista flokksins í kjördæminu sýni að Sjálfstæðisflokkurinn vilji koma til móts við óánægju að loknu prófkjöri án þess að fórna lýðræðislegri niðurstöðu. Unnur Brá Konráðsdóttir, alþingismaður, þáði í dag fjórða sætið á listanum. Framboðslistinn var borinn undir rúmlega hundrað manna kjördæmisráð en þar var lagt til að Kristín Traustadóttir og Hólmfríður Erna Kjartansdóttir sem báðar eru frá Árborg kæmu nýjar inn á listann í fimmta og sjötta sæti. Tillagan var samþykkt með miklum meirihluta atkvæða. Páll Magnússon oddviti flokksins segist mjög sáttur við listann. „Enda er hann að mestu leyti í samræmi við niðurstöðu þessa prófkjörs þar sem meira en 4000 manns tóku þátt. Það eru gerðar þarna ákveðnar breytingar sem ég held að styrki og bæta listann án þess að breyta í eðli sínu niðurstöðu prófkjörsins, enda hefði það verið sérkennilegt hefði það verið gert. Við getum gengið sameinuð og sterk með þennan lista í þessa kosningabaráttu,“ segir Páll Magnússon.Unnur Brá fer eitilhörð í baráttuna Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, bauð sig fram í fyrsta sæti en endaði því í fjórða og ákvað í kjölfarið að hætta í stjórnmálum. Unnur Brá Konráðsdóttir, sem endaði í fimmta sæti í prófkjörinu færist upp í fjórða sæti listans. „Mér er boðið fjórða sæti á listanum og ég tek því og fer eitilhörð í baráttuna,“ segir Unnur Brá.Listinn kemur til móts við óánægjuraddir Páll segir listann sem samþykktur var í dag koma til móts við óánægju í kjölfar slæms gengis kvenna í prófkjörinu. „Ég held að þetta sýni að menn vilji koma til móts við þessi sjónarmið án þess að fórna niðurstöðum sem fengnar eru fram með lýðræðislegum hætti,“ segir Páll.
X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Unnur Brá færist upp og Kristín og Hólmfríður koma inn 18. september 2016 17:01 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30