Enski boltinn

Jón Daði öflugur í sigri á toppliðinu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Jón Daði hefur slegið í gegn á Englandi
Jón Daði hefur slegið í gegn á Englandi vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson var að vanda í byrjunarliði Wolves sem skaut Newcastle af toppi Championship deildarinnar á Englandi með 2-0 sigri.

Jón Daði skaut í Chancel Mbemba og þaðan fór boltinn í markið á 29. mínútu leiksins. Hélder Costa bætti öðru marki við í seinni hálfleik.

Jóni Daði átti að auki skot í slána og var skipt af leikvelli á 88. mínútu leiksins. Wolves er með 9 stig eftir 7 leiki.

Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn fyrir Bristol City sem gerði 1-1 jafntefli við Derby County á heimavelli og Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff City sem tapaði 2-0 yfir Leeds United á heimavelli.

Eggert Gunnþór Jónsson kom inn á sem varamaður í hálfleik þegar lið hans Fleetwood Town tapaði 2-1 fyrir Rochdale á útivelli í ensku C-deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×