Þjóðarsamtal um landbúnaðinn orðin tóm Una Sighvatsdóttir skrifar 17. september 2016 12:30 Vísir/Vilhelm Búvörusamningarnir voru samþykktir í vikunni með atkvæðum 19 þingmanna, eða aðeins 30% þingheims. Gylfi Arnbjörnsson formaður Alþýðusambands íslands segir að þessi niðurstaða sé mikil vonbrigði fyrir neytendur, enda festi samningarnir í sessi óbreytt kerfi til næstu 10 ára. Samningarnir tryggja landbúnaðinum beinan stuðning úr ríkissjóði upp á 13-14 milljarða króna á ári, ásamt óbeinum stuðningi í formi tollaverndar sem samsvarar 9-10 milljörðum á ári.Sorglegt fyrir bændur ASÍ segir hinsvegar að þótt ríkur vilji sé í samfélaginu til að styðja við landbúnað þá hafi sú leið sem nú sé verið að festa til framtíðar hingað til reynst afar illa fyrir byggðir landsins, enda hafi hún stuðlað að samþjöppun í landbúnaði. Færri framleiðendur framleiði meira magn en nokkru sinni fyrr, en neytendur, launafólk og bændur njóti takmarkað góðs af því. „Það sem er sorglegt er að þetta er ekki að skila neinum árangri í landbúnaði. Bændur eru ekki að hafa það neitt betur því þeim er alltaf að fækka og möguleikum þeirra til lífsafkomu er að þverra,“ segir Gylfi Ægisson.Vinna gegn tollasamningnum við ESB ASÍ bendir á að skortur sé á samkeppni á innanlandsmarkaði og há tollvernd geri það að verkum að erlend samkeppni sé ekki til staðar. Samtökin myndu vilja sjá að samið yrði um gagnvkæman markaðsaðgang landbúnaðarins á erlenda markaði sem fæli í sér tækifæri fyrir bændur og ábata fyrir neytendur. Skref voru stigin í þá átt með tollasamningi við Evrópusambandið á síðasta ári, en nýju búvörusamningarnir draga að mati ASÍ mjög úr ávinning samningsins fyrir neytendur.Þjóðarsamtal í skötulíki Samningarnir voru gagnrýndir harkalega í meðförum alþingis og gaf Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar fyrirheit um að kallað yrði eftir þjóðarsamtali, þar sem skýr ákvæði yrðu sett um endurskoðun á samningunum innan þriggja ára og að þeirri endurskoðun kæmu verkalýðshreyfingin og fleiri hagsmunaaðilar. Í lokaútgáfu samninganna sem samþykktir voru segir hins vegar að skipaður verði samráðshópur um endurskoðun, en að bændur hafi fullt neitunarvald til að hafna þeim breytingum sem aðrir hagsmunaðilar kunni að leggja til. ASÍ segir því að loforðið um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki.Málinu í reynd lokað til 10 ára „Það er engin launung á því að hér er um að ræða auðvitað mikla fjármuni og við fáum ekki betur séð en að verið sé að meira og minna loka þessu til næstu 10 ára. Þrátt fyrir ákvæði um að það eigi að endurskoða þennan samning innan þriggja ára þá er það gert með hreinu neitunarvaldi bænda. Þannig að sú endurskoðun verður undir mjög skrýtnum kringumstæðum getum við sagt," segir Gylfi. „Þetta endurskoðunarákvæði er ákaflega veikt og byggir alfarið á því að bændur samþykki breytinguna. Ef þeir hafna henni þá gildir bara samningurinn áfram." Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Búvörusamningarnir voru samþykktir í vikunni með atkvæðum 19 þingmanna, eða aðeins 30% þingheims. Gylfi Arnbjörnsson formaður Alþýðusambands íslands segir að þessi niðurstaða sé mikil vonbrigði fyrir neytendur, enda festi samningarnir í sessi óbreytt kerfi til næstu 10 ára. Samningarnir tryggja landbúnaðinum beinan stuðning úr ríkissjóði upp á 13-14 milljarða króna á ári, ásamt óbeinum stuðningi í formi tollaverndar sem samsvarar 9-10 milljörðum á ári.Sorglegt fyrir bændur ASÍ segir hinsvegar að þótt ríkur vilji sé í samfélaginu til að styðja við landbúnað þá hafi sú leið sem nú sé verið að festa til framtíðar hingað til reynst afar illa fyrir byggðir landsins, enda hafi hún stuðlað að samþjöppun í landbúnaði. Færri framleiðendur framleiði meira magn en nokkru sinni fyrr, en neytendur, launafólk og bændur njóti takmarkað góðs af því. „Það sem er sorglegt er að þetta er ekki að skila neinum árangri í landbúnaði. Bændur eru ekki að hafa það neitt betur því þeim er alltaf að fækka og möguleikum þeirra til lífsafkomu er að þverra,“ segir Gylfi Ægisson.Vinna gegn tollasamningnum við ESB ASÍ bendir á að skortur sé á samkeppni á innanlandsmarkaði og há tollvernd geri það að verkum að erlend samkeppni sé ekki til staðar. Samtökin myndu vilja sjá að samið yrði um gagnvkæman markaðsaðgang landbúnaðarins á erlenda markaði sem fæli í sér tækifæri fyrir bændur og ábata fyrir neytendur. Skref voru stigin í þá átt með tollasamningi við Evrópusambandið á síðasta ári, en nýju búvörusamningarnir draga að mati ASÍ mjög úr ávinning samningsins fyrir neytendur.Þjóðarsamtal í skötulíki Samningarnir voru gagnrýndir harkalega í meðförum alþingis og gaf Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar fyrirheit um að kallað yrði eftir þjóðarsamtali, þar sem skýr ákvæði yrðu sett um endurskoðun á samningunum innan þriggja ára og að þeirri endurskoðun kæmu verkalýðshreyfingin og fleiri hagsmunaaðilar. Í lokaútgáfu samninganna sem samþykktir voru segir hins vegar að skipaður verði samráðshópur um endurskoðun, en að bændur hafi fullt neitunarvald til að hafna þeim breytingum sem aðrir hagsmunaðilar kunni að leggja til. ASÍ segir því að loforðið um þjóðarsamtal um landbúnað séu í skötulíki.Málinu í reynd lokað til 10 ára „Það er engin launung á því að hér er um að ræða auðvitað mikla fjármuni og við fáum ekki betur séð en að verið sé að meira og minna loka þessu til næstu 10 ára. Þrátt fyrir ákvæði um að það eigi að endurskoða þennan samning innan þriggja ára þá er það gert með hreinu neitunarvaldi bænda. Þannig að sú endurskoðun verður undir mjög skrýtnum kringumstæðum getum við sagt," segir Gylfi. „Þetta endurskoðunarákvæði er ákaflega veikt og byggir alfarið á því að bændur samþykki breytinguna. Ef þeir hafna henni þá gildir bara samningurinn áfram."
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira