Enski boltinn

Arsenal lagði 10 leikmenn Hull að velli

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Arsenal vann næsta öruggan sigur á Hull 4-1 á útivelli í dag. Hull var manni færri í 50 mínútur í leiknum.

Alexis Sánchez kom Arsenal yfir á 17. mínútu og var staðan í hálfleik 1-0. Jake Livermore fékk rautt spjald fyrir að verja boltann með hendi innan teigs þegar fimm mínútur voru til hálfleiks.

Sánchez lét verja vítið frá sér en Theo Walcott kom Arsenal í 2-0 á tíundu mínútu seinni hálfleiks en Robert Snodgrass minnkaði muninn fyrir Hull af vítapunktinum þegar 11 mínútur voru til leiksloka.

Það dugði skammt því Sánchez skoraði annað mark sitt fjórum mínútum síðar og á annarri mínútu uppbótartíma skoraði varamaðurinn Granit Xhaka fjórða mark Arsenal.

Arsenal er með 10 stig í toppbaráttunni, fimm stigum á eftir toppliði Manchester City.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×