Lífið

400 nemendur mættu og sungu fyrir utan hjá kennaranum sem berst fyrir lífi sínu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ben Ellis er mjög veikur.
Ben Ellis er mjög veikur. vísir
Ben Ellis er kennari við Christ Presbyterian skólann í Nashville í Bandaríkjunum. Hann er í leyfi frá störfum þar sem hann greindist með krabbamein og berst núna fyrir lífi sínu.

Ellis kennir Latínu og Biblíufræði en eins og nafnið gefið til kynna er skólinn mjög trúarlegur.

Hann varð að taka sér frí frá kennslu í síðustu viku en á dögunum mættu fjögur hundruð nemendur fyrir utan heimili hans og sungu lag honum til stuðnings. Myndband náðist af atvikinu og má sjá það hér að neðan.

Það var tónlistarmaðurinn Tim McGraw sem deildi myndbandinu og þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir 27 milljónir manna horft á það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×