Erlent

Einn lét lífið í kröftugasta óveðri ársins

Samúel Karl Ólason skrifar
Kona rígheldur í ljósastaur til að fjúka ekki.
Kona rígheldur í ljósastaur til að fjúka ekki. Vísir/EPA
Fellibylurinn Meranti kom að landi í Kína í nótt eftir að hafa valdið miklum usla í Taívan í gær. Um er að ræða öflugasta fellibylinn sem fer yfir Taívan í 21 ár. Vindhraði náði hámarki í 227 kílómetra hraða. Einn lét lífið í Taívan, minnst 38 slösuðust og um hundruð þúsunda heimila urðu rafmagnslaus.

Dregið hafði úr krafti Meranti þegar hann kom að landi í Kína. Þrátt fyrir það voru vindhviður mjög öflugar og náðu allt að 48 m/s. Nauðsynlegt var að flytja tugi þúsunda um set og fella niður flug og lestarferðir á svæðinu.

800 ára gömul göngubrú skemmdist mjög í flóðum í bænum Fujian, en mikil rigning fylgdi Meranti.

Hér má sjá nokkur myndbönd frá Taívan. Kína

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×