Erlent

Lést í sprengingu um borð í ferðamannabát á Balí

Atli Ísleifsson skrifar
35 ferðamenn voru í bátnum og fimm í áhöfn og er að minnsta kosti einn þýskur ferðamaður látinn.
35 ferðamenn voru í bátnum og fimm í áhöfn og er að minnsta kosti einn þýskur ferðamaður látinn. Vísir/AFP
Að minnsta kosti einn er látinn og fjórtán slasaðir eftir að ferðamannabátur sprakk undan ströndum Balí í morgun.

Báturinn var á leið frá Bali í Indónesíu til eyjarinnar Gili Trawangan og var nýlagður af stað úr höfninni þegar mikil sprenging varð um borð.

35 ferðamenn voru í bátnum og fimm í áhöfn og er að minnsta kosti einn þýskur ferðamaður látinn. Ekki er ljóst hvort einhver þeirra sem slasaðist í sprengingunni sé í lífshættu.

Ekki er ljóst hvað olli sprengingunni en lögregluyfirvöld á Balí telja þó ekki að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Ástand ferja í Indónesíu þykir ekki upp á marga fiska og slys eru tíð.

Svo virðist sem sprengingin hafi orðið við eldsneytistank bátsins þannig að líklegt þykir að skammhlaup hafi hlaupið í eldsneytið sem hafi orsakað sprenginguna.

Á síðasta ári slösuðust tugir ferðamanna í svipuðu atviki þegar sprenging varð um borð í ferju sem var á leið frá Bali til eyjarinnar Lombok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×