Erlent

Hillary Clinton að ná heilsu

Anton Egilsson skrifar
Hillary Clinton sækist eftir embætti forseta Bandaríkjanna.
Hillary Clinton sækist eftir embætti forseta Bandaríkjanna. Vísir/EPA
Forsetaframbjóðandinn Hillary Clinton er á batavegi en greint var frá því á dögunum að hún hefði greinst með lungnabólgu. Þetta staðfestir Lisa Bardack, læknir Hillary, í tilkynningu sem hún sendi frá sér í dag. Segir í tilkynningu læknisins að lungnabólgan hafi verið meðhöndluð með sýklalyfjameðferð.

Þá fékk Hillary aðsvif þegar hún var stödd á minningarathöfn í New York þann 11. september síðastliðin. Seinna sama dag var tilkynnt að orsökin hafi verið slæmt hitaslag.

Í tilkynningunni blæs læknir hennar ennfremur á allar sögusagnir sem hafa verið á kreiki um slæmt heilsufar forsetaframbjóðandans. Hún segir Hillary hafa glímt við eyrna- og afholsbólgu í upphafi árs en annars hafi hún verið við góða heilsu.   

Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram 8. nóvember næstkomandi. Ef svo fer að Hillary fari með sigur af hólmi í kosningunum verður hún fyrsta konan til að gegna embætti forseta Bandaríkjanna. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×