Erlent

Gefast upp gegn þrjóskum bjórum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Bjórarnir voru of snöggir að naga trén niður.
Bjórarnir voru of snöggir að naga trén niður. vísir/getty
Bæjaryfirvöld í Muscatine í Iowa-ríki hafa játað sig sigruð í baráttu við hóp af bjórum. Bjórum er eðlislægt að byggja stíflur en ein slík ógnar mannvirkjum í bænum.

Í sumar var í þrígang gripið til þess ráðs að fjarlægja umrædda stíflu en bjórarnir endurbyggðu hana jafn oft. Það tók dýrin aðeins tæpar tvær vikur í hvert sinn.

Aðgerðir stjórnvalda hafa kostað andvirði rúmlega milljónar íslenskra króna. Það var því mat þeirra að það myndi ekki borga sig að verja skattfé í slíkt eilífðarverkefni.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×