Erlent

Kafari komst í hann krappann gegn hvítháfi

Samúel Karl Ólason skrifar
Hinn 22 ára gamli Tyler McQuillen komst í hann krappan á dögunum þar sem hann var að kafa við strendur Kaliforníu. Stór hvítháfur réðst á hann en sem betur fer var hann með skutulbyssu og tókst honum að reka hákarlinn á brott.

Í fyrstu hélt McQuillen að vinur sinn væri að stríða sér og hefði togað af honum aðra froskalöppina. Hann áttaði sig þó fljótlega á því að hákarl hefði bitið í fótinn á honum og rifið af honum froskalöppina.

Í samtali við CBS8 segir McQuillen að hann hafi verið sannfærður um að hann myndi deyja.

Honum tókst að grípa byssuna aftur og þegar hákarlinn kom aftur, stakk McQuillen hann með skutlinum og synti hákarlinn þó í burtu. 

McQuillen tók eftir því að honum blæddi og þurfti hann að synda aftur í land. Hákarlinn gerði ekki aðra atlögu að honum. McQuillen slapp frá atvikinu með einungis tvær brotnar tær og skurði á fótunum.

Hákarlinn ræðst til atlögu rétt eftir 1:20.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×